HönnunarÞing á Húsavík

HönnunarÞing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, verður haldin á Húsavík dagana 26.-27. september.

Áhersla ársins er matur og margvíslegar birtingarmyndir hans í hönnun og nýsköpun.

Á HönnunarÞingi má finna metnaðarfulla dagskrá þar sem matargerð, hönnun og skapandi hugmyndir mætast. Á dagskránni eru fyrirlestrar um framtíð matvæla og sjálfbærni, sýningar á nýsköpun í hönnun og matarhandverki, kvöldskemmtanir með tónlist og ljúffengum veitingum, kvikmyndasýningar og sérstakir viðburðir fyrir fjölskyldur.

Gestir geta m.a. upplifað ostaskóla, fræðst um sniglarækt, útieldhúshönnun, heyrt sögur um fisk framtíðarinnar og notið tónleika Mugison í GeoSea. Veitingastaðir á Húsavík taka þátt með nýjum réttum á matseðli um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá HönnunarÞings má finna á hradid.is/dagskra25 og hér er hægt að skrá sig.