Heimsóknir til félaga eldri borgara í landshlutanum

Félagar í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá, koma í heimsókn til eldri borgara í landshlutanum og fjalla um loftslagsmálin. Fundir verða haldnir á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki dagana 13. og 14. október nk. 

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Í Húnaþingi vestra mánudaginn 13. október kl. 10:30 í nýju samfélagsmiðstöðinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Í Austur-Húnavatnssýslu mánudaginn 13. október kl. 15 í sal félagsstarfs eldri borgara á Þverbraut 1, Blönduósi.

Í Skagafirði þriðjudaginn 14. október kl. 10:30 í neðri sal Kaffi Króks á Sauðárkróki. 

ALDIN er hreyfing fólks á þriðja aldursskeiðiðinu og leggur hún áherslu á baráttu fyrir loftslags- og umhverfismálum.

Hreyfingin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur á fáeinum árum orðið áberandi meðal umhverfishreyfinga í landinu. 

Nafn hreyfingarinnar hefur tvöfalda merkingu. Það vísar til aldurs félaga en einnig til þess að reynsla þeirra er ávöxtur langrar ævi, sem þau vilja nýta til góðs. Margir ALDIN félagar hafa verið virkir í umhverfis- og náttúruverndarstarfi um árabil.

ALDIN hreyfingin hlaut tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2025.

 

Kaffi, áhugaverð fræðsla og góður félagsskapur í boði á öllum fundarstöðum og eru allir eldri borgarar svæðisins hjartanlega velkomnir. 

Fundurinn er hluti af fræðsluröð um umhverfismál og er haldinn að frumkvæði SSNV í góðu samstarfi við félög eldri borgara í landshlutanum.