Fundargerð Úthlutunarnefndar 08.01.2016

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Fundargerð 

1. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn föstudaginn 8. janúar 2016, kl. 13:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson og Leó Örn Þorleifsson. Ingileif Oddsdóttir boðaði forföll.

Einnig sátu fundinn Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri SSNV, Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV og Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi: 

Dagskrá:

1.  Starfsreglur Úthlutunarnefndar

Á 23. ársþingi SSNV, 16. okt. 2015, voru samþykktar starfsreglur fyrir Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.

Afgreiðsla: Farið yfir starfsreglurnar og þær ræddar.

2.  Verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs fyrir árið 2016

Fyrir fundinum lágu tillögur að breytingum á verklags- og úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs sem verið höfðu í gildi árið 2015.

Afgreiðsla: Farið var yfir tillögurnar og samþykkt að senda endurskoðaðar reglur fyrir árið 2016 til stjórnar SSNV til samþykktar. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til 15. febrúar nk. 

3.  Eyðublöð og auglýsing

Lögð fram eftirfarandi eyðublöð sem gilda fyrir árið 2016:

a)       Umsóknareyðublað um styrki

b)       Samningur um styrk og fylgiskjal með samningi

c)       Lokaskýrsla fyrir styrki lægri en ein milljón kr.

d)       Framvindu- og lokaskýrsla fyrir styrki sem eru hærri en ein milljón kr.

e)       Drög að auglýsingu þar sem auglýst er eftir styrkumsóknum

Afgreiðsla: Ofangreind gögn voru til kynningar 

4.  Vinnuferli umsóknar- og úthlutunarferils

Afgreiðsla: Rætt um tilhögun vinnuferilsins framundan. Stefnt að ákvörðun um úthlutun styrkja seinni hluta marsmánaðar. 

5.  Önnur mál

a)       Fundir úthlutunarnefndar verða sem hér segir:

  • 22. febrúar kl. 13 á Skagaströnd
  • 10. mars kl. 13 á Skagaströnd
  • 14. mars kl. 13 á Skagaströnd

Fundir fagráða verða sem hér segir:

  • 25. febrúar kl. 13 á Skagaströnd
  • 3. mars kl. 13 á Skagaströnd 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14.15

 

 Hér má nálgast fundargerð á PDF