Fundargerð stjórnar 6. mars 2018

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð  27. fundar stjórnar SSNV 06. mars 2018.

 

Þriðjudaginn 6. mars 2018 kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 9:30.

Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Gunnsteinn Björnsson, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 26. stjórnarfundar SSNV dags. 20. febrúar 2018
  2. Starfsáætlun atvinnuþróunar
  3. Úthlutun Uppbyggingarsjóðs 2018
  4. Úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2018
  5. NPA verkefni
  6. Veiðigjöld
  7. Fundargerðir
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra
  9. Önnur mál

 

Afgreiðsla.

1.      Fundargerð 26. stjórnarfundar SSNV dags. 20. febrúar 2018.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Starfsáætlun Atvinnuþróunar

Lögð fram starfsáætlun SSNV atvinnuþróunar. Starfsáætlunin byggir á samningi milli SSNV og Byggðastofnunar dags. 23. janúar 2018 og áherslum landshlutans.

Stjórn staðfestir starfsáætlunina

 

3.      Úthlutun Uppbyggingarsjóðs

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs samþykkti úthlutanir ársin 2018 á fundi sínum dags. 5. febrúar 2018 að úthluta 55.002.996 kr. til 65 verkefna. Gögn þess efnis lögð fram til kynningar.

 

4.      Úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2018

Úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs hefur umsjón með úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Á fundi sínum dags. 5. febrúar 2018 ákvað úthlutunarnefnd að úthluta 14.590.000 kr. til 3 verkefna.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      NPA verkefni

Síðustu mánuði hefur verið unnið að umsókn til NPA vegna með aðilum á Norður-Írlandi og Finnlandi. Verkefnið snýr að því að minnka neikvæð áhrif þess að starfa langt frá markaði.

Stjórn hefur samþykkt þátttöku SSNV í verkefninu með tölvupósti og staðfestir hana hér með.

 

6.      Veiðigjöld

Forsvarsmenn landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi hafa undanfarið rætt gríðarlega hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi. Rætt hefur verið um að taka saman greinargerð um umfang og áhrif hækkunarinnar í kjördæminu og hafa SSV og FV samþykkt þátttöku í verkefninu. Kostnaður SSNV gæti verið á bilinu 500.000 til 1.000.000 vegna þessa. Stjórn hefur samþykkt þátttöku í verkefninu með tölvupósti og staðfestir þá ákvörðun hér með.

 

7.      Fundargerðir

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:

 

Stjórn SSH dags. 12. febrúar 2018

Stjórn SSS dags. 14. febrúar 2018

Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2018

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs dags. 11. desember 2017

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs dags. 5. febrúar 2018

 

8.      Skýrsla framkvæmdastjóra

Flutt munnlega á fundinum.

 

9.      Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:20

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Gunnsteinn Björnsson (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)