Fundargerð stjórnar 4. júní 2018

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð  31. fundar stjórnar SSNV 4. júní 2018.

 

Mánudaginn 4. júní 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 14:00.

Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Valgarður Hilmarsson, Elín Jóna Rósinberg og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

 

Dagskrá:

  1. Viðtöl við umsækjendur um starf framkvæmdastjóra
  2. Ályktun vegna orkumála
  3. Önnur mál

 

 

Afgreiðsla.

 

1.      Viðtöl við umsækjendur um starf framkvæmdastjóra

Stjórn fékk þrjá umsækjendur um starf framkvæmdastjóra til viðtals.

 

2.      Ályktun vegna orkumála

Valgarður Hilmarsson leggur til að eftirfarandi ályktun yrði samþykkt og send Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar:

Eins og þér er kunnugt hefur bæjarstjórn Blönduósbæjar mörg undanfarin ár unnið að markaðssetningu sveitarfélagsins sem ákjósanlegs staðar fyrir gagnaver. Nú hafa náðst samningar um uppbyggingu á einu gagnaveri og hafa margir aðrir sýnt áhuga. Þrátt fyrir óskir bæjarstjórnar Blönduósbæjar hefur Landsvirkjun ekki gefið upp þá orku sem fyrirtækið getur afhent gagnaverum eða öðrum stórum notendum á Norðurlandi vestra. Það hefur nú þegar valdið töfum og viðbúið er að það valdi tjóni,  því að áhugasamir aðilar snúi sér annað. Hagur Landsvirkjunar hlýtur að vera sá að orka Blönduvirkjunar sé nýtt sem næst virkjuninni.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi óskar eindregið eftir því við Landsvirkjun að fyrirtækið láti Blönduósbæ fyrrgreindar upplýsingar í té sem allra fyrst.

 

Stjórn samþykkir ofangreinda ályktun og felur framkvæmdastjóra að koma henni til Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar.

 

3.      Önnur mál

Engin önnur mál komu fram

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:00

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Elín Jóna Rósinberg (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)