Fundargerð stjórnar 10. júlí 2018

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi. 

 

Fundargerð  33. fundar stjórnar SSNV 10. júlí 2018.

 

 

Þriðjudaginn 10. júlí 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Valgarður Hilmarsson, Elín Jóna Rósinberg og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Samþykkt að taka á dagskrá sem 2. lið ráðningarsamning framkvæmdastjóra SSNV.

 

Dagskrá:

  1. Úrsögn úr stjórn SSNV. 
  2. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra SSNV.
  3. Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNV dags. 4. júní 2018.
  4. Fundargerð 32. fundar stjórnar SSNV dags. 11. Júní 2018.
  5. Prókúra framkvæmdastjóra og tilkynning til fyrirtækjaskrár.
  6. Aukaársþing.
  7. Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
  8. Beiðni frá Eyþing um skipan fulltrúa í tengslum við áhersluverkefni um framtíðarskipan úrgangsmála.
  9. Fundargerðir
  10. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  11. Önnur mál.

 

 

Afgreiðsla.

 

1.      Úrsögn úr stjórn SSNV

Stjórn meðtekur úrsögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur úr stjórn SSNV. Varamaður, Elín Jóna Rósinberg,  tekur fast sæti í stjórn þar til ný stjórn verður kjörin á haustþingi eins og kveðið er á um í grein 4.1. í samþykktum samtakanna.

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

2.      Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra SSNV

Lagður fram til staðfestingar ráðningarsamningur milli samtakanna og Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra.

 

Stjórn staðfestir ráðningarsamninginn.

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

3.      Fundargerð 31. fundar stjórnar SSNV dags. 4. júní 2018

Fundargerðin samþykkt.

 

4.      Fundargerð 32. fundar stjórnar SSNV dags. 11. júní 2018

Fundargerðin samþykkt.

 

5.      Prókúra framkvæmdastjóra og tilkynning til fyrirtækjaskrár

Stjórn samþykkir að veita framkvæmdastjóra, Unni Valborgu Hilmarsdóttur, kt. 160673-3119, prókúru samtakanna. Undirrituð tilkynning til fyrirtækjaskrár þar um ásamt gögnum til viðskiptabanka samtakanna.

 

6.      Aukaársþing

Skv. samþykktri tillögu 26. ársþings SSNV skal halda aukaársþing að afloknum sveitarstjórnarkosningum í tengslum við stefnumótun samtakanna.

Stjórn samþykkir að aukaársþingið fari fram miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13-16 í Skagafirði. Á aukaársþinginu verður skipaður starfshópur til vinnu við framtíðarskipulag samtakanna sem í verður einn kjörinn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi, þó skipi Sveitarfélagið Skagafjörður tvo fulltrúa.

 

7.      Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Til umræðu er frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra samþykkt af öllum sveitarstjórnum í landshlutanum.  Skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þarf frumvarpið tvær umræður í sveitarstjórnum áður en það er sent til staðfestingar ráðherra.

Fram kom ábending um að inn í samþykktina vanti ákvæði um að akstur vélknúinna ökutækja á reiðvegum sé óheimill. Stjórn samþykkir að ákvæði þar um sé bætt inn í samþykktina undir 24. grein sem hljóðar eftir breytingu svo:

 

„Lögreglustjóri getur að fengnum tillögum sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað umferð stórvirkra vinnuvéla, vörubifreiða eða annarra ökutækja á einstökum götum ef slík umferð er álitin hættuleg eða til sérstakra óþæginda fyrir aðra umferð eða íbúa.

Allur akstur torfærutækja, s.s. vélsleða og torfæruhjóla, er bannaður innan þéttbýlis. Sveitarstjórn getur þó heimilað undanþágu frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum og skal sú ákvörðun tilkynnt lögreglustjóra.

Allur akstur vélknúinna ökutækja á reiðvegum er bannaður.“

 

Framkvæmdastjóra falið að senda samþykktina á aðildarsveitarfélög að nýju til umræðu og staðfestingar í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og í kjölfarið til staðfestingar ráðherra.

 

8.      Beiðni frá Eyþing um skipan fulltrúa í samráðshóp í tengslum við áhersluverkefni um framtíðarskipan úrgangsmála

Stjórn samþykkir að skipa Einar E. Einarsson í samráðshóp í tengslum við áhersluverkefni um framtíðarskipan úrgangsmála.

 

9.      Fundargerðir

Lagðar fram til kynningar:

Stjórn Eyþings dags. 27. júní 2018.

Stjórn SASS dags. 3. og 4. maí 2018.

Stjórn SASS dags. 1. júní 2018.

Stjórn SSS dags. 5. júní 2018.

Stjórn SSH dags. 4. júní 2018.

Stjórn Vestfjarðastofu dags. 20. apríl 2018.

Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 29. júní 2018.

 

10.  Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín og stöðu verkefna.

 

Einnig undir þessum lið umræða um önnur verkefni framkvæmdastjóra, setu í nefndum og ráðum sem og eignaraðild í félögum í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi.

 

Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri sitji áfram sem formaður ferðamálaráðs, formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands sem og í skólanefnd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Einnig samþykkir stjórn að framkvæmdastjóri ljúki samningsbundnum verkefnum sem til komu fyrir ráðningu svo fremi sem þau stangist ekki á við störf í þágu SSNV.

 

11.  Önnur mál

  1. Sameiginleg mannauðsstefna landshlutasamtakanna.

Lögð fram sameiginleg mannauðsstefna landshlutasamtakanna sem kynnt var á fundi framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 22. maí sl. og unnin í nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

 

  1. Tilnefning persónuverndarfulltrúa

Vinna við persónuverndarstefnu SSNV stendur yfir. Stjórn samþykkir að tilnefna Katharinu Ruppel sem persónuverndarfulltrúa samtakanna.

 

  1. Kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra

Framkvæmdastjóri leggur fram lista yfir nýkjörna aðalmenn í sveitarstjórnum á starfssvæði SSNV. Samkvæmt honum eru konur nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili. Nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% á nýliðnu kjörtímabili. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða meira.

 

Stjórn samþykkir að samtökin færi kjörnum aðalfulltrúum að gjöf bókina Sveitarstjórnarrétt eftir Trausta Fannar Valsson.

 

Stjórn samþykkir jafnframt að stefna að námsferð kjörinna fulltrúa á starfssvæðinu vorið 2019 og felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að skipulagi slíkrar ferðar sem og að tilkynna sveitarstjórnum um áformin áður en fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaganna fyrir árið 2019 lýkur.

 

  1. Námsferð til Danmerkur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Alþjóðasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um námsferð til sveitarfélaga í Danmörku.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:00.

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Elín Jóna Rósinberg (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)