Fundargerð 92. fundar stjórnar SSNV, 15. mars 2023.

Fundargerð 92. fundar stjórnar SSNV, 15. mars 2023.

Miðvikudaginn 15. mars 2023 kom stjórn SSNV saman til auka stjórnarfundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 8.15.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Regína Valdimarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá

  • Dagskrá Ársþings SSNV.
  • Yfirferð á breytingatillögum á Úthlutunarreglum vegna úthlutunar styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
  • Starfsmannamál.

 Afgreiðslur

  1. Dagskrá Ársþings SSNV.

Lögð fram drög að dagskrá ársþings SSNV sem haldið verður 14. apríl næstkomandi. Stjórn samþykkir og felur framkvæmdastjóra að vinna dagskrána áfram í samræmi við umræður á fundinum.

  1. Yfirferð á breytingatillögum á úthlutunarreglum vegna úthlutunar styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

Lagðar fram tillögur um breytingar á úthlutunarreglum vegna úthlutunar styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Stjórn samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu ársþings SSNV sem haldið verður þann 14. apríl næstkomandi.

  1. Starfsmannamál

Hætt er við tímabundna ráðningu á áður auglýstu starfi verkefnastjóra Sóknaráætlunar hjá SSNV. Stjórn felur framkvæmdastjóra að leysa málið með öðrum hætti.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:05

 

Guðmundur Haukur Jakobsson

Friðrik Már Sigurðsson

 Jóhanna Ey Harðardóttir

Vignir Sveinsson

 Katrín M. Guðjónsdóttir