Fundargerð 91. fundar stjórnar SSNV, 7. mars 2023

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

Þriðjudaginn 7. mars 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Regína Valdimarsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Regína Valdimarsdóttir vék af fundi kl. 10:30.

Dagskrá
1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2022.
2. Yfirferð og skoðun samþykkta SSNV.
3. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
4. Stafrænt ráð Norðurlands vestra tekið til umfjöllunar.
5. C1 samningur lagður fram til kynningar.
6. Starfsmannamál.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
8. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Afgreiðslur

  1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2022.Ársreikningur fyrir árið 2022 lagður fram og kynntur. Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG kom sem gestur til fundar og fór yfir ársreikning SSNV. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og verður sendur til stjórnarmeðlima til ræfrænnar undirritunar. Í því framhaldi verður ársreikningur kynntur til loka samþykktar á ársþingi SSNV sem haldið verður 14. apríl 2023. Kristján vék af fundi af þessum lið loknum.
  2. Yfirferð og skoðun samþykkta SSNV. Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað og samantekt vegna endurskoðunar samþykkta SSNV. Stjórn samþykkir að vísa tillögu framkvæmdastjóra til ársþings sem haldið verður 14. apríl 2023. Tillaga á við grein 4.4 sjá nánari lýsingu hér að neðan.

Grein 4.4 eins og hún stendur í dag

4.4 Ef aðalmaður eða varamaður í stjórn eða nefnd fellur frá eða flytur burt úr landshlutanum á kjörtíma sínum, skal á næsta ársþingi kjósa í hans stað fyrir þann tíma sem eftir er af kjörtímanum.

Breytingatilllaga til umfjöllunar vísað til Ársþings SSNV

4.4 Ef aðalmaður eða varamaður í stjórn eða nefnd fellur frá eða flytur burt úr landshlutanum á kjörtíma sínum, skal á næsta ársþingi kjósa í hans stað fyrir þann tíma sem eftir er af kjörtímanum. Í tilfelli þar sem bæði aðal- og varamaður í stjórn forfallast er heimilt að skipa stjórnarmann til bráðabirgða til næsta ársþings og þá kosið þeirra í stað.

3. Úthlutunarreglur uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Kynnt drög að breytingum á úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir starfsmaður SSNV kom til fundar og kynnti hugmyndir að breytingum á úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Afgreiðslu er frestað. Stjórn felur framkvæmdarstjóra að boða til auka fundar stjórnar til að móta tillögur sem lagðar verða fyrir ársþing til umfjöllunar.
Sveinbjörg vék af fundi af þessum lið loknum.

4. Stafrænt ráð Norðurlands vestra tekið til umfjöllunar.
Stafræn þróun er stórt verkefni sveitarfélaganna á næstu árum. Nú þegar á sér góð vinna hjá sveitafélögunum á svæðinu og situr fulltrúi fyrir hönd SSNV í stafrænu ráði Sambands íslenskra sveitafélaga. Tilllaga framkvæmdastjóra snýr að endurupptöku stafrænsráðs með það að markmiði að styrkja samstarf, auka upplýsingaflæði og deila þekkingu sín á milli. Stjórn felur framkvæmdastjóra að hafa samband við framkvæmdastjóra sveitafélagana á svæðinu og óska eftir tilnefningum til að endurvekja með þeim hætti stafrænt ráð landshlutans.

5. C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 - Viðaukasamningur lagður fram til kynningar.
Viðaukasamningurinn er gerður vegna verkefnisins Styrking innviða á Laugarbakka í Miðfirði til eflingar atvinnustarfsemi. Stjórn gerir ekki athugasemdir við samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann fyrir hönd SSNV.

6. Starfsmannamál.
a. Framkvæmdastjóri upplýsti um stöðu starfsmannamála hjá samtökunum.

7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 20. febrúar 2023.
Stjórn SSH, 6. febrúar 2023. 
Stjórn SSH, 3. febrúar 2023. 
Stjórn SSV, 25. janúar 2023. .
Stjórn Vestfjarðastofu, 15. febrúar 2023.
Stjórn SASS, 3. febrúar 2023. 
Stýrihóður Stjórnarráðsins um byggðamál, 6. febrúar 2023. 

8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Fréttir af starfseminni og staða verkefna.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:25

Guðmundur Haukur Jakobsson
Friðrik Már Sigurðsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Regína Valdimarsdóttir
Halldór Gunnar Ólafsson
Katrín M. Guðjónsdóttir