Fundargerð 84. fundar stjórnar SSNV, 11. október 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Þriðjudaginn 11. október 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.

 

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Magnús Magnússon, Jóhanna Ey Harðardóttir, Hrund Pétursdóttir, Vignir Sveinsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá  

  1. Vörðum leiðina saman. 
  2. Viðburður SSNV í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022. 
  3. Haustþing SSNV.  
  4. Fjárhagsáætlun SSNV 2023. 
  5. Starfsáætlun SSNV 2023. 
  6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 
  7. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

 

 

Afgreiðslur

 

1. Vörðum leiðina saman.

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt.

 

Farið var yfir verkefnið og aðkomu SSNV. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV mun halda stutta kynningu á Sóknaráætlun landshlutans á samráðsfundi sem tileinkaður verður Norðurlandi vestra þann 20. október n.k. sem verður í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams en skráning fer fram hér.

 

Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum.

 

2. Viðburður SSNV í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022.

Kynnt var aðkoma SSNV að viðburði sem haldinn verður í tengslum við Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 13.-14. október. Um er að ræða hóf þar sem SSNV, SSV, og Vestfjarðastofa eru gestgjafar og taka á móti Þingmönnum á Norðurlandi vestra, auk kjörinna fulltrúa og sveitastjóra frá landshlutanum.

 

3. Haustþing SSNV.

Framkvæmdastjóri fer yfir lokadrög dagskrár haustsþings SSNV. Stjórn samþykkir drögin. Framkvæmdastjóra er falið að senda fundargögn á þingfulltrúa í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

4. Fjárhagsáætlun SSNV 2023.

Framkvæmdastjóri fer yfir lokadrög fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Stjórn gefur sér tvo virka daga til að samþykkja drögin. Eftir það er framkvæmdastjóra falið að senda á þingfulltrúa í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

5. Starfsáætlun SSNV 2023.

Framkvæmdastjóri fer yfir lokadrög starfsáætlunar fyrir árið 2023. Stjórn gefur sér tvo virka daga til að samþykkja drögin. Eftir það er framkvæmdastjóra falið að senda á þingfulltrúa í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundargerðir skoðar. Hér má sérstaklega taka fram yfirferð á fundargerðum Markaðsstofu norðurlands, kynnt af Jóhönnu Ey stjórnarmanni SSNV og fulltrúa landshlutans í stjórn markaðsstofu.

 

7. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.

Yfirferð án athugasemda.

Tillaga til þingsályktunar um tímabindingu veiðiheimilda til 20 ára o.fl. 6. mál. Umsagnarfrestur er til 14. október 2022. 

Tillaga til þingsályktunar um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar. 7. mál. Umsagnarfrestur er til 14. október 2022. 

 

8. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Almenn umræða um starfsemi.

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30