Fundargerð 81. fundar stjórnar SSNV, 24. ágúst 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 09:00.

 

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir,  Vignir Sveinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.  Hrund Pétursdóttir boðaði forföll. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður, setti fundinn.

 

Dagskrá

  1. Yfirferð yfir mat á umsækjendum um starf framkvæmdastjóra.
  2. Næstu skref ráðningaferlis.
  3. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

 

1. Yfirferð yfir mat á umsækjendum um starf framkvæmdastjóra. 

Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta kom til fundar við stjórn og fór yfir niðurstöðu mats á umsækjendum. Stjórn samþykkir mat á umsækjendum.

 

2. Næstu skref ráðningaferlis. 

Samþykkt að þremur efstu umsækjendum skv. mati verði falið að vinna raunhæft verkefni og kynna fyrir stjórn.

 

Thelma Kristín vék af fundi að þessum lið loknum.

 

3. Önnur mál.

Lögð fram drög að samningi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um stuðning við verkefnið Norðanátt sem SSNV er aðili að. Er samningurinn í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var 27. maí 2022. Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra undirritun hans. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við Eim um framkvæmd Norðanáttar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:30.

 

Guðmundur Haukur Jakobsson

Friðrik Már Sigurðsson

Jóhanna Ey Harðardóttir

Hrund Pétursdóttir

Vignir Sveinsson

Unnur Valborg Hilmarsdóttir