Fundargerð 73. fundar stjórnar SSNV, 1. febrúar 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 kom stjórn SSNV saman til fjarfundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

  1. 30. ársþing SSNV.
  2. Framlög til sóknaráætlunar.
  3. Áhersluverkefni.
  4. Fundargerðir.
  5. Umsagnarbeiðnir.
  6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  7. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

 

1. 30. ársþing SSNV. 

Skv. starfsáætlun skal 30. ársþing SSNV fara fram dagana 1. og 2. apríl og haustþing þann 21. október nk. Stjórn samþykkir breytingu á starfsáætlun þess efnis að ársþing verði haldið þann 1. apríl nk. og haustþingið dagana 21. og 22. október. Haustþing verði jafnframt 30 ára afmælisþing samtakanna.

 

Framkvæmdastjóra er falinn undirbúningur ársþings í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

2. Framlög til sóknaráætlunar 

Lögð fram til kynningar endanleg framlög mennta- og menningarmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til samninga um sóknaráætlanir. Heildarframlög eru kr. 106.749.690.-

 

3. Áhersluverkefni. 

Stjórn samþykkir að óráðstöfuðu fé til áhersluverkefna, kr. 3.190.510.-, verði varið til áframhaldandi stuðnings verkefnisins Matvælasvæðið Norðurland vestra. Áður samþykkt áhersluverkefni áranna 2022-2023 eru:

 

Verkefnisstjóri iðnaðar

Fab Lab á Sauðárkróki

Barnamenningarhátíð

Skrifstofusetur

Stuðningsátak ferðaþjónustu

Verkefnisstjóri loftslagsmála og innleiðingu heimsmarkmiða

Stuðningur við nýsköpun

Erlend samstarfsverkefni

Fab Lab á Blönduósi

Fjölmenningarkaffi

 

Framkvæmdastjóra er falið að vinna verkefnislýsingar áhersluverkefna og leggja fyrir stýrihóp stjórnarráðsins um byggðamál í samræmi við samning um sóknaráætlanir.

 

Halldór Gunnar Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

4.  Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 17. janúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 19. janúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 12. janúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 7. janúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. janúar 2022. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 10. janúar 2022. Fundargerðin.

 

5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.

Frumvarp til laga um loftferðir. 186. mál. Umsagnarfrestur til 3. febrúar 2022.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (aukinn metnaður, gagnsæi og aðhald). 8. mál. Umsagnarfrestur til 3. febrúar 2022.

Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. 12. mál.   Umsagnarfrestur til 3. febrúar 2022.

Tillaga til þingsályktunar um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, 142. mál. Umsagnarfrestur til 10. febrúar 2022.

 

Framkvæmdastjóra falið að skoða hvort ástæða er til að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar. Ekki talin ástæða til umsagna um önnur mál.

 

6. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

7. Önnur mál.

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Niðurskurður aflaheimilda til strandveiða.

Eftirfarandi bókun samþykkt:

Stjórn SSNV hvetur hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði aflaheimilda til strandveiða árið 2022. Mikilvægt er fyrir sjávarbyggðalög á Norðurlandi vestra að strandveiðar verið heimilaðar í 48 daga, 12 daga í hverjum mánuði á tímabilinu maí til ágúst og jafnræðis verði gætt milli veiðisvæða.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:13.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir