Fundargerð 130. fundar stjórnar SSNV, 20. október 2025

Hér má nálgast fundargerð á pdf. 

Mánudaginn 20. október 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30. 

Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Dagskrá:  

 

  1. Kynning frá Fjarskiptastofu 

  1. Tilboð frá Gagna ehf. 

  1. Raforkukerfið á Norðurlandi vestra – fyrstu drög 

  1. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs 

  1. Startup Landið 

  1. Framlögð mál til kynningar 

  1. Fundargerðir  

  1. Umsagnir 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

 

Afgreiðslur 

  1. Kynning frá Fjarskiptastofu 

Þorleifur Jónsson, Þorgeir Sigurðarson og Bjarni Sigurðsson frá Fjarskiptastofu komu inn á fund og fóru yfir þá þróun sem á sér stað í útfösun 2G og 3G og stöðu þess verkefnis. 

Stjórn SSNV þakkar Þorleifi, Þorgeiri og Bjarna fyrir góða yfirferð.  

Framkvæmdastjóra falið að senda upplýsingar á sveitarfélögin, en mjög mikilvægt er að íbúar tilkynni breytingar á aðgengi á fjarskiptasambandi nú þegar að síðustu 2G/3G sendum verður lokað á næstu tveimur mánuðum. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að koma upplýsingum inn á heimasíðu og samfélagsmiðla SSNV. 

 

  1. Tilboð frá Gagna ehf. 

Lagt fram tilboð frá Gagna ehf. í fjarskiptaúttekt fyrir Norðurland vestra. Lögð fram tvö tilboð, annars vegar fyrir samantekt á stöðu fjarskiptamála á svæðinu og hins vegar úttekt eingöngu á farneti.  

Stjórn ákveður að ganga ekki til samninga við Gagna ehf. 

 

  1. Raforkukerfið á Norðurlandi vestra – fyrstu drög 

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að skýrslu um raforkukerfið á Norðurlandi vestra sem unnin er af Lotu. 

Stjórn samþykkir að óska eftir að fá fulltrúa Lotu til þess að kynna efni skýrslunnar og svara spurningum á næsta fundi stjórnar. 

 

 

  1. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs 

Stjórn SSNV skipar sex fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs til tveggja ára, þar af einn sem formann úthlutunarnefndar, þá skipar stjórn jafnframt tvo varamenn. Formaður SSNV leggur fram tillögu um 10 manns í úthlutunarnefnd sem stjórnin hefur til hliðsjónar. Gæta skal að jöfnustum hlut kynja við skipan úthlutunarnefndar og nefndin sé sett saman af einstaklingum, sem hafa breiða fagþekkingu og bakgrunn innan menningar-, atvinnu- og nýsköpunar, óháð búsetu. 

Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram. 

 

 

Lokaviðburður Startup Landið verður haldinn verður á Akureyri fimmtudaginn 30. október kl. 13–15. Tólf teymi voru valin til þátttöku í Startup Landið og hafa þau unnið ötullega að nýsköpunarverkefnum sínum undanfarnar vikur. 
Á lokaviðburðinum stíga teymin á svið og kynna fyrirtækin sín með stuttri og hnitmiðaðri kynningu. Lagt fram til kynningar. 

 

 

  1. Framlögð mál til kynningar   

a) Fundargerðir

Stjórn SASS, 26. September 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Vestfjarðarstofu, 24. september 2025. Fundargerðin. 

Stjórn SSH, 6. október 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10. október 2025. Fundargerðin. 

 

Lagt fram til kynningar. 

 b) Umsagnir 

Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Mál nr. 153/2025. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2025. 

Frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki. Mál nr. 144/2025. Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2025. 

Frumvarp til laga um framhaldsskóla (viðurkenning námsbrautalýsinga o.fl.). Mál nr. 154/2025. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2025. 

Frumvarp til laga um leikskóla (innritun í leikskóla). Mál nr. 45/2025. Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2025. 

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Mál nr. 81/2025. Umsagnarfrestur er til og með 29. október 2025. 

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að frumvarpi til laga um kílómetragjald á ökutæki og frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða. 

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega. 

 

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11.33.  

 

Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.