Fundargerð 129. fundar stjórnar SSNV, 6. október 2025

Hér má nálgast fundargerð á pdf. 

 

Fundargerð 129. fundar stjórnar SSNV, 7. október 2025 

 

 

Þriðjudaginn 7. október 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 15.00. 

Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Dagskrá:  

 

  1. Kynning á þjónustu Gagna ehf. 

  1. Skjalavistun SSNV   

  1. Samskiptastefna Norðurlands vestra    

  1. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 

  1. Fjárhagsáætlun SSNV 2026 

  1. Starfsáætlun SSNV 2026 

  1. Tillögur að ályktunum fyrir Haustþing SSNV 2025 

  1. Framlögð mál til kynningar 

  1. Fundargerðir  

  1. Umsagnir 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

 

Afgreiðslur 

 

  1. Kynning á þjónustu Gagna ehf.   

Þorsteinn Gunnlaugsson, eigandi Gagna ehf., kom inn á fund og kynnti þjónustu sína sem hann býður upp á er varðar fjarskiptaúttekt á landssvæðum.   

Stjórn þakkar fyrir áhugaverða kynningu og felur framkvæmdastjóra að óska eftir upplýsingum varðandi kostnað við úttekt á stöðu fjarskiptamála í landshlutanum. 

 

  1. Skjalavistun SSNV 

Framkvæmdastjóri SSNV hefur undanfarið verið að skoða lausnir fyrir skjalavistun samtakanna með áherslu á öryggi og aðgengi að gögnum. Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, kom inn á fundinn og fór yfir lagalegar kröfur sem gilda um skjalamál hjá ríki og sveitarfélögum. 

Stjórn þakkar Sólborgu fyrir góða yfirferð og felur framkvæmdastjóra að kalla eftir tilboði í skjalavistunarkerfi. 

 

  1. Samskiptastefna Norðurlands vestra 

Framkvæmdastjóri fór yfir uppfærð drög frá síðasta fundi stjórnar að samskiptastefnu Norðurlands vestra.  

Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með sveitarstjórum til samráðs um drög að samskiptastefnu. 

 

SSNV hefur opnað fyrir skráningu í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra til að tryggja breiða og fjölbreytta aðkomu að stefnumótun og framgangi áætlunarinnar. Samkvæmt gr. 1.3 í samningi um sóknaráætlanir á vettvangurinn að tryggja þátttöku sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og íbúa af ólíkum aldri og kyni. Hlutverk vettvangsins er m.a. að fá reglulegar upplýsingar, senda inn hugmyndir að áhersluverkefnum og taka þátt í endurskoðun áætlunar eftir þörfum. SSNV hvetur alla áhugasama til að skrá sig í gegnum rafrænt skráningarform. 

Lagt fram til kynningar. 

 

  1. Fjárhagsáætlun 2026 

Framkvæmdastjóri leggur fram uppfærð drög að fjárhagsáætlun ársins 2026. Stjórn samþykkir drögin og felur framkvæmdastjóra að senda hana út ásamt fundargögnum haustþings í samræmi við samþykktir samtakanna. 

 

  1. Starfsáætlun 2026 

Framkvæmdastjóri leggur fram drög að starfsáætlun ársins 2026. Stjórn samþykkir drögin og felur framkvæmdastjóra að senda hana út ásamt fundargögnum haustþings í samræmi við samþykktir samtakanna.   

  

 

  1. Tillögur að ályktunum haustþings SSNV 2025 

Lagt fram erindi frá Húnabyggð að áherslum til umræðu fyrir haustþings SSNV 2025. Stjórn samþykkir að vísa tillögum sem eru í vinnslu til haustþings.  

 

  1. Framlögð mál til kynningar 

  1. Fundargerðir  

Stjórn SSA, 12. september 2025. Fundargerðin.  

Stjórn SSNE, 25. september 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. september 2025. Fundargerðin. 

 

Lagt fram til kynningar. 

 

  1. Umsagnir 

Tillaga til þingsályktunar um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera. Mál nr. 71/2025. Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025. 

Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Mál nr. 85/2025. Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025. 

Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Mál nr. 114/2025. Umsagnarfrestur er til og með 8. október 2025. 

Frumvarp til laga um sýslumann. Mál nr. 111/2025. Umsagnarfrestur er til og með 8. október 2025. 

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029. Mál nr. 102/2025. Umsagnarfrestur er til og með 8. október 2025. 

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Mál nr. 180/2025. Umsagnarfrestur er til og með 13. október 2025. 

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum (framleiðendafélög). Mál nr. S-191/2025. Umsagnarfrestur er til og með 17. október 2025. 

 

Framkvæmdastjóra falið að gera drög að umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum. 

 

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega. 

 

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.06.  

 

Einar E. Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.