Fundargerð 1. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV, 31. ágúst 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 kom Samgöngu- og innviðanefnd SSNV saman til fjarfundar. Hófst fundurinn kl. 15:00.

Mætt voru: Regína Valdimarsdóttir, formaður, Alexandra Jóhannesdóttir, Einar K. Jónsson, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurgeir Þór Jónasson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og starfsmaður nefndarinnar, sem ritaði fundargerð. Drífa Árnadóttir boðaði forföll en hennar varamaður komst ekki til fundar.

 

Dagskrá:

1. Setning fundar.

2. Yfirferð yfir efnisflokka gildandi áætlunar.

3. Áhersluverkefni hvers svæðis.

4. Uppfærsla gagna.

5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

1. Setning fundar.

Regína Valdimarsdóttir, formaður nefndarinnar, setti fund.

 

2. Yfirferð yfir efnisflokka gildandi áætlunar.

Starfsmaður nefndarinnar fór yfir efnisflokka gildandi áætlunar ásamt kaflaskiptingu hennar. Samþykkt að efnisflokkar endurskoðaðar áætlunar verði þeir sömu að viðbættum kafla með æskilegri tímaáætlun samgöngu- og innviðaverkefna í landshlutanum.

 

3. Áhersluverkefni hvers svæðis.

Starfsmaður nefndarinnar fór yfir fyrirkomulag vinnu við forgangsröðun samgönguverkefna gildandi áætlunar. Samþykkt að nefndarmenn kalli eftir forgangsröðun sinna sveitarfélaga og komi með á næsta fund nefndarinnar. Miðað skal við að hámarki 6 forgangsverkefni hvers sveitarfélags.

 

4. Uppfærsla gagna.

Farið yfir helstu gögn sem uppfæra þarf ásamt þeim gögnum sem safnað hefur verið frá því að gildandi áætlun var unnin og munu nýtast í endurskoðaðri áætlun. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna að uppfærslu gagna og texta fram að næsta fundi. Jafnframt að lögð verði fyrir könnun á fjarskiptamálum í dreifbýli í landshlutanum líkt og gert var í vinnu við gerð gildandi áætlunar.

 

5. Önnur mál.

a. Fundargerðir

Nefndin samþykkir fyrirkomulag á afgreiðslu fundargerða. Fundargerðir verða lesnar upp í lok fundar og í kjölfarið sendar nefndarmönnum til rafrænnar undirritunar. Allar fundargerðir nefndarinnar verða lagðar fyrir stjórn SSNV og birtar á heimasíðu samtakanna.

b. Samþykkt að næsti fundur nefndarinnar verði boðaður í fyrstu vikunni í nóvember.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:36