Frestur til að skila umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 28. október kl. 12:00.
Sjóðurinn veitir styrki til fjölbreyttra verkefna á sviði menningar, nýsköpunar, atvinnuþróunar og samfélagslegra verkefna sem stuðla að jákvæðri þróun á Norðurlandi vestra. Umsóknum er skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi hér.
Við hvetjum einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélög á svæðinu til að nýta tækifærið og sækja um styrk til verkefna sem efla atvinnulíf, búsetu og samfélag í landshlutanum.
Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu SSNV.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550