Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Á myndinni má sjá hluta hópsins í húsakynnum HS orku fá kynningu á starfsemi og hugmyndfræði Auðlind…
Á myndinni má sjá hluta hópsins í húsakynnum HS orku fá kynningu á starfsemi og hugmyndfræði Auðlindagarðsins.

Dagana 7. og 8. október var fjármálaráðstefna sveitarfélaganna haldin í Reykjavík. Þar kemur sveitarstjórnarfólk saman til skrafs og ráðagerða varðandi fjármál og verkefni sveitarfélaganna. Vegna heimsfaraldurs var ráðstefnan haldin á netinu á síðasta ári. Það var því kærkomið að ná að hittast og ræða saman um þessi mikilvægu málefni. Fjöldi þátttakenda var takmarkaður og öllum erindum streymt. Upptaka eru aðgengileg hér.

Sú venja hefur skapast að formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna fundi í tengslum við ráðstefnuna og sá hópur hefur jafnframt hist á sumarfundi til að ráða ráðum sínum um sameiginleg málefni landshlutanna. Eðli málsins samkvæmt hefur ekki verið hægt að hittast til að funda undanfarið eitt og hálft ár en það loksins hægt nú. Hittist hópurinn á Reykjanesi dagana 5.-6. október. Fulltrúar úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu fluttu erindi á fundinum auk samtals hópsins sín á milli og jafnframt var farið í kynningarferð um Auðlindagarðinn þar sem skapast hefur samfélag fyrirtækja þar sem áhersla er lögð á að lágmarka sóun með nýtingu auðlinda með sem bestum hætti.

Að fjármálaráðstefnu lokinni funduðu formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka svo með stjórn, framkvæmdastjóra og sviðsstjórum Sambands íslenskra sveitarfélaga.