Öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum beint inn á Norðurland. Til þess að slík flug megi vaxa og dafna, einkum yfir vetrartímann, þarf landshlutinn að standa undir áhugaverðu framboði á þjónustu og afþreyingu. Í lok s.l. septembermánaðar stóðu Markaðsstofan og erlendu ferðaþjónustufyrirtækin, sem standa að fluginu, fyrir vinnustofu á Akureyri þar sem fram kom ákveðið ákall um fleiri ferðamöguleika vestan Tröllaskaga. Þessu ákalli ætlum við að bregðast við og skorum á ferðaþjónustuaðila á svæðinu að fjölmenna og hlýða á reynslusögur þeirra sem þegar eru að nýta möguleika flugsins. Að auki verða kynnt ný þróunarverkefni fyrir svæðið og nýir möguleikar skoðaðir. Takið þátt í vegferðinni með okkur.
Nánari dagskrá verður birt föstudaginn 14. 11.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550