Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hvetja íbúa á Norðurlandi vestra til að tilkynna til Fjarskiptastofu ef þeir upplifa skerðingu eða truflanir á farnetssambandi.
Með útfösun eldri farsímaneta, 2G og 3G, geta orðið breytingar á þjónustu farneta víða um land. Mikilvægt er að íbúar láti vita ef þeir finna fyrir verri tengingu, sambandsleysi eða öðrum truflunum, svo hægt sé að bregðast við og tryggja að fjarskiptaþjónusta sé sem best alls staðar.
Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Fjarskiptastofu.
SSNV leggur áherslu á að traust og stöðugt farnetssamband sé grundvallaratriði fyrir heimili, fyrirtæki og öryggi íbúa á Norðurlandi vestra og hvetur alla sem verða varir við vandamál til að senda inn tilkynningu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550