Einstök ljósmyndasýning á Hvammstanga

Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu.

Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók.

Ljósmyndirnar eru eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar en hann heimsótti ásamt Gretu Clough eiganda Handbendis brúðuleikhúss sem hélt utan um verkefnið sem sýningarstjóri.

Nánar um verkefnið hér í frétt á VÍSIR