Fundargerð 100. fundar stjórnar SSNV, 7. nóvember 2023

PDF útgáfu má lesa hér 

Fundargerð 100. fundar stjórnar SSNV, 7. nóvember 2023.

Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 09.30.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Skipun stjórnar SSNV á formanni Samgöngu og innviðanefndar SSNV.
  2. Skipun SSNV í Minjaráð Norðurlands vestra.
  3. Glatvarmaskýrsla og nýting á glatvarma í Húnabyggð.
  4. Skilgreining áhersluverkefna. 
  5. Staðfesting á ráðningu verkefnastjóra SSNV.
  6. Staða ríkisstarfa á Norðurlandi vestra.
  7. Uppbyggingarsjóður 2024.
  8. Fundargerðir.
  9. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Afgreiðslur

1. Skipun stjórnar SSNV á formanni samgöngu og innviðanefndar SSNV.

Tilnefningar liggja fyrir frá sveitarfélögum. Stjórn SSNV skipar formann. Umræður stjórnar sendar áfram til nefndar.

Ný kjörin samgöngu og innviðnefnd SSNV

Magnús Magnússon, formaður

Erla María Lárusdóttir

Regína Valdimarsdóttir

Ragnhildur Haraldsdóttir

Vignir Sveinsson

 

 2. Skipun SSNV í Minjaráð Norðurlands vestra.

Minjastofnun Íslands óskar eftir tilnefningu SSNV í Minjaráð Norðurlands vestra. Afgreiðslu frestað.

 3. Glatvarmaskýrsla og nýting á glatvarma í Húnabyggð.

Framhald sérverkefnis undir sóknaráætlun Norðurlands vestra með styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti frá árinu 2021. Viðfangsefnið var að skoða nýtingu glatvarma í hringrásarhagkerfinu í staðbundinni matvælaframleiðslu. Gangaverið á Blönduósi var rannsakað eða sú umframorka sem fer út í umhverfið ónýtt frá gagnaverinu. Skýrslan er framúrskarandi og hefur margar mjög góðar niðurstöður. Nú hefur viljayfirlýsing verið undirrituð til að rýna framhaldið.

Skýrsluna má finna hér

4. Skilgreining áhersluverkefna. 

Yfirstandandi áhersluverkefni gilda fyrir árin 2022 og 2023. Mörg þeirra færast til ársins 2024. Ný áhersluverkefni gilda aðeins út árið 2024 en þá rennur núgildandi sóknaráætlun út.

Framkvæmdastjóra er falið að kalla eftir hugmyndum samráðsvettvangs sóknaráætlunar og íbúa landshlutans að áhersluverkefnum. Ekki eru um beina verkefnastyrki að ræða heldur verkefni sem unnin eru af SSNV eða öðrum þeim sem samtökin fela framkvæmd þeirra.

Verkefnin skulu:

  • falla að markmiðum sóknaráætlunar á einhverju þeirra fjögurra málefnasviða sem í henni koma fram, sem eru: atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmál, umhverfismál eða menntamál og lýðfræðileg þróun.
  • hafa skírskotun til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
  • hafa skýr markmið og árangursmælikvarða.

Stjórn leggur mat á verkefnin og áskilur sér rétt til að gera breytingar á innsendum hugmyndum, þ.m.t. sameina sambærileg verkefni, samþykkja verkefni að hluta sem og í heild eða hafna öllum hugmyndum.

5. Staðfesting á ráðningu verkefnastjóra.

Yfirferð á ráðningarferli og stöðu. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá ráðningu samkvæmt umræðu.

6. Staða ríkisstarfa á Norðurlandi vestra.

Samantekt Byggðastofunnar höfð til hliðsjónar í umræðu. Dapur niðurstaða skýrslunnar fyrir Norðurland vestra rædd og framkvæmdastjóra falið að taka málið áfram. Skýrsluna má lesa hér

 

Einar E. Einarsson vék af fundi að þessu lið loknum.

 7. Uppbyggingarsjóður 2024

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir starfsmaður SSNV kom til fundar og fór yfir stöðu uppbyggingarsjóðs. Alls bárust 103 umsóknir sem er aukning um 5% frá síðasta ári. Styrkupphæð sem óskað er eftir hljóðar upp á 221 milljón en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2024 eru til úthlutunar 70 milljónir.

Framundan er vinna með úthlutunarnefnd og fagráðum sjóðsins. Í fyrstu umferð er umsóknum gefin einkunn á bilinu 1-10 og þær umsóknir sem fá 5 eða hærra fara áfram í frekara mat. Þær umsóknir sem skora hæst í stigamati eru teknar fyrst til afgreiðslu og svo koll af kolli þar til fjármagn er uppurið.

 8. Fundargerðir lagðar fram til kynningar

Stjórn SASS, 6. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 25. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 4. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSA, 28. ágúst 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSA, 20. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 2. október 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 16. október 2023. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðs um byggðamál, 2. október 2023. Fundargerðin.

Markaðsstofa Norðurlands , 31. ágúst 2023. Fundargerðin.

 9. Skýrsla framkvæmdastjóra

Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Flutt munnlega.

 

    Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:15

Guðmundur Haukur Jakobsson,

  Einar E. Einarsson,

Vignir Sveinsson,

 Friðrik Már Sigurðsson,

  Jóhanna Ey Harðardóttir,

Katrín M. Guðjónsdóttir.