Skýrsla um smávirkjanakosti á Norðurlandi

Frá fjölsóttum fundi sem haldinn var á Blönduósi þegar úttekt SSNV á smávirkjanakostum í landshlutan…
Frá fjölsóttum fundi sem haldinn var á Blönduósi þegar úttekt SSNV á smávirkjanakostum í landshlutanum var kynnt. (Mynd SSNV)

Út er komin skýrslan Norðurland, kortlagning smávirkjanakosta, sem unnin er af Verkfræðistofunni Vatnaskilum fyrir Orkustofnun. Eru þar skoðaðir hugsanlegir virkjanakostir í sveitarfélögunum á Norðurlandi. Í inngangi skýrslunar kemur fram að nú hafi verið kortlagðir hafi verið 532 smávirkjanakostir á Norðurlandi en ekki tiltekið hversu margir þeirra eru á Norðurlandi vestra.

 

SSNV hefur frá árinu 2017 lagt áherslu á möguleika til orkuframleiðslu í landshlutanum með smávirkjanaverkefni Sóknaráætlunar landshlutans. Í tengslum við það var á árinu 2018 unnin ítarleg úttekt á smávirkjanakostum í landshlutanum. Í skýrslunni voru tilgreindir 82 möguleikar sem vert væri að skoða nánar. Í framhaldi af skýrslunni var stofnaður Smávirkjanasjóður SSNV sem þrisvar sinnum hefur verið úthlutað. Úthlutað er í tveimur skrefnum og stefnt er á úthlutun úr skrefi 2 í haust. Samtals hefur verið farið í forathuganir á 16 vatnsföllum með stuðningi úr sjóðnum og af þeim hafa 2 fengið viðbótar styrk til enn frekari athugana, þ.e. mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar.

 

SSNV hefur því stutt myndarlega við þróun smávirkjana um nokkurt skeið. Skýrsla Orkustofnunar sem nú er komin út er ánægjuleg viðbót við þá vinnu sem þegar hefur farið fram. Landeigendur eru hvattir til að kynna sér efni hennar og ásamt gögnum sem aðgengileg eru á heimasíðu SSNV og skoða hvort ekki felist smávirkjanatækifæri á þeirra jörðum.