Innviðaráðherra tekur við nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Sigurður Ingi Jóhansson, innviðaráðherra, veitir áætluninni viðtöku úr hendi framkvæmdastjóra
Sigurður Ingi Jóhansson, innviðaráðherra, veitir áætluninni viðtöku úr hendi framkvæmdastjóra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í áætluninni eru teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar. Er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019. 

 

Í áætluninni er, auk samgöngumála, fjallað um fjarskiptamál, hitaveitur og raforkukerfi. Eru brýnustu verkefni sett fram í forgangsröð í hverjum málaflokki fyrir sig. Með áætluninni vilja sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggja sitt af mörkum til að auðvelda og flýta fyrir töku ákvarðana og þar með brýnum framkvæmdum við samgöngu- og innviðauppbyggingu í landshlutanum.

 

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV hafði umsjón með vinnu við gerð áætlunarinnar. Hana skipuðu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum: 

 

Regína Valdimarsdóttir, formaður, Sveitarfélaginu Skagafirði

Alexandra Jóhannesdóttir, Sveitarfélaginu Skagaströnd

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð

Drífa Árnadóttir, Akrahreppi

Einar Kristján Jónsson, Húnavatnshreppi

Magnús Magnússon, Húnaþingi vestra

Sigurgeir ÞórJónasson, Blönduósbæ

 

Með nefndinni starfaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.

 

Áætlunin er aðgengileg hér.