Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.

Viðurkenningarnar eru veittar í tveimur flokkum:

  1. Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
  2. Verkefni á sviði menningar.

Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum.

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið 2019 fengu: Sýndarveruleiki ehf. og Kakalaskáli.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið 2020 fengu: Vörusmiðja Biopol og Handbendi brúðuleikhús.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið 2021 fengu: Brúnastaðir í Fljótum, Maður og kona ehf. og Sögufélag Skagafjarðar.

 

Tekið er við tilnefningum til miðnættis 31. desember 2022 í gegnum rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.

Reglur um viðurkenningarnar er að finna hér.