Framúrskarandi verkefni 2021

Mynd: Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum, Áslaug Thorlacius f.h. Maður og kona ehf. og Hjalt…
Mynd: Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum, Áslaug Thorlacius f.h. Maður og kona ehf. og Hjalti Pálsson formaður Sögufélags Skagfirðinga.

Í janúar kynnti stjórn SSNV um val á framúrskarandi verkefnum fyrir árið 2021. Annars vegar á sviði menningarmála og hinsvegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Var þetta í þriðja skiptið sem viðurkenningin var afhent.

 

Viðurkenningarnar í ár hlutu Brúnastaðir í Fljótum fyrir vinnslu geitaosta, Maður og kona ehf fyrir uppsetningu sýningar Shoplifter í Hrútey sumarið 2021 og Sögufélag Skagfirðinga fyrir Byggðasögu Skagafjarðar.

 

Viðrkenningarhafar fengu fallegt viðurkenningarskjal eftir Ólínu Einarsdóttur grafískan hönnuð í Skagafirði og 100 þús krónur hver í verðlaunafé.

 

Við óskum viðurkenningarhöfunum aftur til hamingju.

 

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér.