Byggðakvóti á Norðurlandi vestra eykst um 66 tonn

Eins og fram kemur á vef Feykis þá hefur Matvælaráðuneytið hefur gefið út hver byggðakvótinn verður á fiskveiðiárinu 2022-2023 en úthlutað er til 51 byggðalags í 29 sveitarfélögum. Á Norðurlandi vestra eykst kvóti milli ára um 66 tonn en í heildina eykst úthlutun um 262 tonn milli ára á landinu öllu.

Á vef ráðuneytisins kemur fram að byggðalög með færri en 400 íbúa fái 3.271 þorskígildistonnum úthlutað, byggðalög með fleiri en 400 íbúa fá 1.629 þorskígildistonnum úthlutað. Alls fá 14 byggðalög lágmarksúthlutun og fjögur byggðalög fá hámarksúthlutun.

Í ár er Norðurlandi vestra úthlutað 460 tonnum sem er aukning frá fyrra ári þegar kvótinn var 394 tonn. Mesta aukning er á úthlutun fyrir Hvammstanga um 60 tonn og á Skagaströnd um 16 tonn en stendur í stað á Blönduósi og Hofsósi. Sauðárkrókur verður hins vegar fyrir skerðingu um 10 tonn.

Úthlutun á Norðurlandi vestra í tonnum talið:

Hvammstangi 130
Blönduós 15
Skagaströnd 170
Sauðárkrókur 130
Hofsós 15

Úthlutun fiskveiðiársins 2022-2023 eftir landshlutum:

Austurland 863 tonn
Norðurland eystra 1.086 tonn
Norðurland vestra 460 tonn
Suðurland 196 tonn
Suðurnes 172 tonn
Vestfirðir 1.856 tonn
Vesturland 267 tonn

Úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga 2022/2023 má nálgast HÉR.