Bókun stjórnar SSNV

Vegna Reykjavíkurflugvallar:

Stjórn SSNV lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði.

Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Fyrirhuguð uppbygging í Skerjafirði ógnar öryggi sjúkraflugs og hamlar aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Auk þess sem fyrirhuguð uppbygging heftir aðgengi almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu á landsbyggðunum að mikilvægum innviðum samfélagsins. Stjórn SSNV leggur áherslu á að unnið verði eftir þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðu skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi, s.s. að breyta deiliskipulagi og lækka byggð. Stjórn SSNV skorar á borgarstjórn að fresta byggingaráformum og virða í hvívetna samkomulag ríkis og borgar frá 2019 þar til framtíðarlausn innanlandsflugs er tryggð.