Berglind Björnsdóttir nýr verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNV og mun hún hefja störf í sumar. Berglind býr yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hefur reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum.

Berglind er með MT meistaragráðu í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri, B.Ed. próf í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og viðbótarnám í íslensku frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og tekið hin ýmsu námskeið á háskólastigi samhliða starfi. Berglind starfaði sem aðstoðarskólastjóri í fimm ár í Blönduskóla sem nú er Húnaskóli en lengst af hefur hún starfað þar sem kennari og á hún þar farsælan starfsferil að baki.

Hjarta Berglindar slær hér á svæðinu og hefur hún tekið virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins á Norðurlandi vestra með margvíslegum hætti, t.d. með þjálfun og kennslu sem er sérsniðin bæði að fullorðnum og börnum og er ein þeirra sem kom að stofnun sunddeildar Umf. Hvatar. Berglind er virkur meðlimur í starfi Soroptimistaklúbbsins Við Húnaflóa og lætur til sín taka í samfélagsmálum á svæðinu svo eftir er tekið. 

Við bjóðum Berglindi hjartanlega velkomna í hóp starfsmanna SSNV. Hjá SSNV starfa nú átta öflugir starfsmenn með breiða þekkingu og margra ára reynslu. Starfsstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki