Atvinnuráðgjafar á Skagaströnd 23. maí

Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga og Davíð Jóhannsson atvinnuráðgjafi á sviði ferðamála verða á Skagaströnd fimmtudaginn 23. maí næstkomandi að bjóða upp á atvinnuráðgjöf. 

 

Hlutverk atvinnuráðgjafa:

  • Ráðgjöf við rekstraráætlanagerð
  • Veita upplýsingar um styrki
  • Finna farveg fyrir hugmyndir
  • Aðstoða við stofnun fyrirtækja
  • Ráðgjöf við markaðssetningu
  • Aðstoð við gerð styrkumsókna
  • Greina þörf fyrir frekari sérfræðiaðstoð og veita upplýsingar um slíka aðstoð
  • Aðstoð við lánsumsóknir hjá Byggðastofnun

Endilega bókið tíma david@ssnv.is eða magnusb@ssnv.is Það kostar ekkert.