Alþjóðleg vinnustofa um hjólaferðamennsku á Norðurlandi vestra

Á morgun, 17. september, heldur SUB-Norðurslóðaverkefnið verkefnafund á Íslandi, en SSNV tekur virkan þátt í verkefninu.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl: 13:00 - 16:00


Markmið verkefnafundarins er að kanna þróunarmöguleika hjólaferðamennsku á dreifbýlum svæðum Norðurslóða. Auk Íslands taka þátt aðilar frá Írlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum.

Sem hluti af verkefnafundinum verður haldin opin vinnustofa með alþjóðlegum fyrirlesurum sem koma fram með áhugaverð sjónarhorn og deila reynslu sinni. Þá verður einnig kynnt frumútgáfa möguleikagreiningar fyrir hjólaferðamennsku á Norðurlandi vestra.

Dagskrá vinnustofunnar

  • Opening – Norðurland vestra and the SUB project
    Davíð Jóhannsson, verkefnastjóri SUB-verkefnisins fyrir hönd SSNV

  • Best practices from UK / Biking as part of high end tourism
    Christopher Bradley, aðalhjólreiðaleiðsögumaður á Deplar Farm

  • The Greenways project in Ireland
    Brian Reid, verkfræðingur hjá Donegal National Roads Design Office

  • What can biking events do for a region?
    María Ögn Guðmundsdóttir, atvinnuhjólreiðakona

  • KAFFIHLÉ

  • Nordurland vestra as biking destination – first findings and recommendations from opportunity analysis
    Vanesa Gorgal, verkefnastjóri, og Fanie Kok, þróunarstjóri hjá Allegra AG í Sviss

  • Wrap up and closing remarks
    Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri Íslands

Vinnustofan fer fram á ensku og gefur einstakt tækifæri til að kynnast nýjustu straumum í hjólaferðamennsku, auk þess sem dregnar verða fram fyrstu niðurstöður greiningar á möguleikum Norðurlands vestra á þessu sviði.