32. Ársþing SSNV var haldið þann 11. apríl 2024

32. ársþing SSNV var haldið í gær í félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vönduð og fjölbreytt erindi voru á þinginu í ár en Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti ávarp, ný samgöngu- og innviðaáætlun var kynnt ásamt því að starfsfólk SSNV kynnti fyrir gestum þingsins ýmis verkefni sem unnið er að.

Á næstu dögum munu birtast frekari fréttir unnar upp úr ársþingi SSNV.