Starfamessa á Norðurlandi vestra

Nemendur elstu bekkja grunnskóla á Norðurlandi vestra og FNV kynna sér framtíðarstörf með áherslu á iðn-, verk-, tækni- og raungreinar. 
Viðburðurinn fer fram í hbóknámshúsi FNV á Sauðárkróki.

Ásamt nemum í FNV er gert er ráð fyrir að nemendur elstu þriggja stiga allra grunnskólanna á Norðurlandi vestra sæki viðburðinn og mun verkefnið standa straum af flutningi þeirra milli staða, eins og síðast. Á síðustu starfamessu voru um þrjátíu starfsgreinar kynntar og er vonast til að þær verði ekki færri í þetta sinn.