Umsókn um starf atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að öflugum aðila til að vinna að nýsköpunarmálum í landshlutanum.

 

Helstu verkefni eru aðstoð við gerð rekstrar- og markaðsáætlana, gerð styrkja- og lánaumsókna, aðstoð við fjármögnun og stofnun fyrirtækja, miðlun upplýsinga um nýsköpun, skipulagning viðburða, umsjón samstarfsverkefna o.s.frv. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi vestra, eflingu þeirra og fjölgun.

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær þekking/reynsla af rekstri/verkefnastjórnun.
  • Reynsla af áætlanagerð.
  • Áhugi á nýsköpun. Þekking á styrkja- og nýsköpunarumhverfinu er kostur.
  • Reynsla af störfum sem kalla á tengslamyndun er æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta auk þekkingar á helstu stafrænum miðlunar-leiðum, svo sem í gegnum heimasíður og samfélagsmiðla.
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er nauðsyn.

Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvefnum alfred.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2022.

 

Við viljum endilega fá nýjan starfsmann til starfa sem fyrst. Gert er ráð fyrir að hann sé staðsettur á einni af fjórum starfsstöðvum SSNV, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd eða Sauðárkróki.

 

Nánari upplýsingar veitir Unnur framkvæmdastjóri, unnur@ssnv.is.

 

Starfssvæði SSNV nær yfir 7 sveitarfélög frá Hrútafirði í vestri yfir í Skagafjörð í austri. Hjá samtökunum starfa 7 starfsmenn sem eru frábærir vinnufélagar. Samtökin vinna að framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, atvinnuþróun og öðrum skemmtilegum verkefnum fyrir sveitarfélögin. Á Norðurlandi vestra búa um 7400 manns í fjölskylduvænum samfélögum í nálægð við stórbrotna náttúru. Tómstundastarf er fjölbreytt og menningarlíf gróskumikið. Hér er gott að búa!