Samsýning 13 listamanna: Þórdís fyrsti Húnvetningurinn

Í sumar verður önnur samsýning listamanna á Norðurlandi vestra en 13 listamenn úr Skagafirði, Húnavatnshrepp, Reykjavík og Bandaríkjunum munu sýna verk sín. Sýningin verður í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum, um 2 kílómetra frá þjóðvegi 1. Þar er rekin vinnustofa og gallery af hjónunum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur og Aðalsteini Tryggvasyni. Sýningin opnar 10. júlí og stendur yfir til 12. september.

Í fyrra var tekið fyrir þjóðsagan Stúlkan og Hrafninn sem er byggð á atburðum sem urðu þegar Skíðastaðaskriða féll 1545. Í ár verður tekið fyrir fæðing fyrsta innfædda Húnvetningsins sem hlaut nafnið Þórdís. Hún fæddist sunnan við Vatndalshólana og er svæðið kennt við hana. Hún var dóttir Ingimundar gamla sem nam land í Vatnsdal. Saga þeirra er rakin í Vatnsdælu . Svo skemmtilega vill til að einn af listamönnunum á afmæli 26.11 og það eru núna í ár eru 1126 ár síðan Þórdís fæddist. Listamennirnir nota allskonar tækni og málningu við listsköpun sína. Það er gaman að geta þess að það eru tvö pör af mæðgum í hópnum.

 

Fastur opnunartími er laugardaga til þriðjudags kl. 12.00-18.00. Aðra daga er hægt að hringja í síma 8642290 eða í gegnum Facebook síðu Listakotsins