Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra

Fimmtudaginn 22. október standa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir vefráðstefnu sem ber yfirskriftina Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Ráðstefnan stendur yfir frá kl 13-16.30 og verður streymt á facebook síðu samtakanna. Fyrilesarar koma úr ýmsum áttum en eiga allir það sameiginlegt að ræða um þau tækifæri sem felast í landshlutanum, í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, nýsköpun og menningu svo fátt eitt sé talið.

 Nánari upplýsingar á facebook síðu samtakanna.