Textíll á Húnavöllum

Á myndinni undirrita Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Einar Kristján Jónsson sve…
Á myndinni undirrita Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri Húnavatnshrepps samninginn.

Undirritaður hefur verið samningur um áhersluverkefni ársins 2021 sem hefur heitið Textíll á Húnavöllum. Um er að ræða tvenns konar stuðning. Annars vegar úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra, áhersluverkefni, sem samþykkt var í janúar 2020. Hins vegar er um að ræða samning um stuðning úr Byggðaáætlun, lið C-1 sem fékkst í upphafi árs. Heildarstuðningur við verkefnið er kr. 12 milljónir.

Í verkefninu felst uppsetning tækjabúnaðar til ýmiss konar textílvinnslu og námskeiðahalds á Húnavöllum fyrir hópa, innlenda sem erlenda. Textílmiðstöð Íslands verður falin framkvæmd verkefnisins og mun nýta aðstöðuna fyrir hópa sem sækja miðstöðina heim, svo sem fagfólk í textíl sem og skólahópa víðsvegar að. Góð gistiaðstaða er á Hótel Húna á Húnavöllum sem mun nýtast þátttakendum á námskeiðunum vel.

Gert er ráð fyrir að verkefninu verði lokið um mitt ár 2022 og aðstaðan verði þá tilbúin til notkunar.