Starf í íþróttahúsi og sundlaug - Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir 100% starf í íþróttahúsi og sundlaug laust til umsóknar.
Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. febrúar 2023 - 31. janúar 2024. Rúllandi vaktir í íþróttahúsi og sundlaug.


Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa jákvætt með börnum og unglingum.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.


Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að nálgast þau rafrænt hér.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk. Öll kyn eru hvött til þess að sækja um stöðuna.


Nánari upplýsingar veitir Arnar Ólafur, forstöðumaður íþróttahúss og sundlaugar í síma 8990326