Lögfræðingur á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni - starf án staðsetningar

Það skiptir okkur engu máli hvort eða hvaða sjónvarpssería kveikti áhuga þinn á lögfræði. Það eina sem við viljum vera viss um er að við fáum í hópinn frábæran lögfræðing sem langar að verða hluti af öflugri liðsheild í nýju ráðuneyti. Við leitum að manneskju  sem býr yfir þeim eiginleikum að vera hvoru tveggja í senn; hugmyndarík og nákvæm - lausnamiðuð en um leið föst fyrir. Nokkurs konar stálhnefi í silkihanska.

Hér munu gefast ótal tækifæri til að móta og skapa framtíðina í ráðuneyti sem ætlar sér að vera leiðandi í verkefnamiðuðu og árangursdrifnu vinnulagi.  

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

 • Lögfræðingur á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni
 • Samskipti við þingnefndir og ríkisaðila
 • Samskipti við hagaðila á málefnasviðum ráðuneytisins
 • Samningagerð
 • Gerð umsagna og svör við fyrirspurnum.
 • Framkvæmd fjárlaga
 • Gerð lagafrumvarpa og reglugerða
 • Þátttaka í teymisvinnu innan ráðuneytisins

 

Hæfniskröfur

 

 • Meistarapróf í lögfræði
 • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
 • Þekking á málefnasviðum ráðuneytisins er kostur
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, gott vald á Norðurlandamáli er kostur
 • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt 
 • Geta til að vinna undir álagi, þrautseigja og aðlögunarhæfni  
 • Frumkvæði, ábyrgð og sveigjanleiki eru mikilvæg
 • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvæðni.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að leiða saman það afl sem býr í háskólastarfi, vísindum, nýsköpun, iðnaði, fjarskiptum og upplýsingatækni og stuðla þannig að því að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar.  

Um er að ræða fullt starf lögfræðings á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.  

Nánari upplýsingar veitir Ari Sigurðsson, skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni, ari.sigurdsson@hvin.is. 

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið.  

Athygli er vakin á því að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er ráðuneytinu¿skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn verði eftir því leitað. 

Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.  

Ráðuneytið er jákvætt fyrir störfum óháð staðsetningu. 

 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.09.2022

Nánari upplýsingar veitir

Ari Sigurðsson - ari.sigurdsson@hvin.is

Smelltu hér til að sækja um starfið