Byggðastofnun leitar að öflugum og traustum einstaklingi til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs. Starfsstöð er í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og metnað til þess að jafna tækifæri landsmanna allra til atvinnu og búsetu. Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er jafnframt staðgengill forstjóra og varaformaður lánanefndar.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning SSF.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Senda skal umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Arnar Már Elíasson forstjóri, arnar@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550