Fundargerð úthlutunarnefndar 05.05.2017

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

                                                     Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð 

13. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn föstudaginn 5.maí 2017, kl. 14:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir. Jóhanna Magnúsdóttir og Viggó Jónsson boðuðu forföll.

Einnig sat fundinn Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmaður SSNV.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1. Hæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd

 

2. Uppbyggingarsjóður Nl.v. – umsóknir seinni úthlutunar 2017

Alls bárust 27 umsóknir um styrki þar sem beðið var um rúmar 65 m.kr. Til úthlutunar eru 10.020.000 kr. Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt.

Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknir nr. 17212 og 17216:

Umsóknum vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki (skv. 9.gr. í Verklags- og úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2017)

Umsóknir nr. 17204, 17217, 17226.

Vísað frá þar sem um er að ræða verkefni á sviði menningar (skv. 5.gr. a lið í Verklags- og úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2017)

Umsókn nr. 17224 var dregin til baka af umsækjanda.

 

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.

 

3. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Nl.v. – umsóknir seinni úthlutunar 2017

Alls bárust 7 umsóknir um styrki þar sem beðið var um rúma 21 m.kr. Til úthlutunar eru 10.600.000 kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsókn nr. 2017-2-5:

Umsókn vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki (skv. 7.gr. í Verklags- og úthlutunarreglum Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra 2017)

 

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar.

 

4. Önnur mál

Samþykkt að næsti fundur úthlutunarnefndar verði 23.maí 2017, kl. 13:00 á Sauðárkróki.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.14:40