Fundargerð stjórnar 30.06.2015

Ár 2015, þriðjudaginn 30 júní kom stjórn SSNV saman til fundar á Skrifstofu SSNV á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Drög að ársreikningur SSNV fyrir árið 2014..
Fyrir liggja drög að ársreikningum fyrir SSNV, SSNV atvinnuþróun, SFNV,
vaxtarsamnings og Menningarráðs. Framkvæmdastjóra er falið að boða
endurskoðanda á næst fund stjórnar.

2. Sóknaráætlun landshlutans fyrir árin 2015 - 2019
Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2015 til 2019 er byggð á samkomulagi
sem undirritað var í Reykjavík þann 10. febrúar 2015. Áætlunin er unnin af
starfsmönnum og stjórn SSNV. Sóknaráætlunin byggir, eðli málsins samkvæmt, á
tölulegum gögnum og stöðumati landshlutans og hefur sú greining verið unnin af
Byggðastofnun. Að auki hefur verið stuðst við Menningarstefnu svæðisins, gögnum
þjóðfundar á Norðurlandi vestra og eldri vaxtar og menningarsamningum.
Við gerð áætlunarinnar var skipaður 32 manna samráðsvettvangur. Skipting milli
svæða í samráðsvettvanginn var sem hér segir.
Þann 10. júní 2015 var haldinn fundur í félagsheimilinu Miðgarði. Fundinn sóttu 60
einstaklingar frá starfssvæði SSNV með m.a. bakgrunn frá atvinnulífi,
menningarstofnunum, sveitarstjórnum og rannsóknarsetrum. Á fundinum var farið í
hópavinnu þar sem stefna landshlutans í Menningarmálum, Nýsköpun- og
atvinnumálum, Uppbyggingu mannauðs og Lýðfræðilegri þróun svæðisins voru gerð
skil.

Skipun fulltrúa í gerð sóknaráætlunar fyrir starfssvæði SSNV

Sveitarfélag Íbúar Hlutfall íbúa Fast Íbúatengt Samtals  
Sveitarfélagið Skagafjörður 3.910 55% 1 3 4  
Akrahreppur 194 3% 1 0 1  
Blönduósbær 861 12% 1 1 2  
Sveitarfélagið Skagaströnd 488 7% 1 1 2  
Skagabyggð 99 1% 1 0 1  
Húnavatnshreppur 414 6% 1 1 2  
Húnaþing vestra 1.171 16% 1 2 3  
Samtals 7.137 100% 7 8 15  

 

 

          Alls %
Skagafjarðarsýsla 4.104 58% 9 9 14 43,8%
Austur Húnavatnssýsla 1.862 26% 4 4 11 34,4%
Vestur Húnavatnssýsla 1.171 16% 4 4 7 21,9%
Samtals 7.137 100% 17 17 32 100,0%

 

 

Innihald áætlunarinnar er sem hér segir.

1 Inngangur
2 Leiðarljós
3 Framtíðarsýn
4 Staða landshlutans 2015
5 Nýsköpun og Atvinnuþróun
5.1 Stefna og megináherslur
5.2 Markmið og aðgerðir
6 Lýðfræðileg þróun
6.1 Stefna og megináherslur
6.2 Markmið og aðgerðir
7 Mannauður
7.1 Stefna og megináherslur
7.2 Markmið og aðgerðir
8 Menningarmál
8.1 Stefna og megináherslur
8.2 Markmið og aðgerðir
9 Samantekt
10 Viðaukar
10.1 Stefna sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um sameiginlegt starf að
menningarmálum
10.2 Norðurland vestra – Stöðugreining 2014 (Byggðastofnun)
Stjórn samþykkir fyrir liggjandi áætlun fyrir starfssvæði SSNV.

3. Samgönguáætlun 2015 -2018
Eftirfarandi erindi var sent á Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis vegna
samgönguáætlunar til þriggja ára.
Ágæta Umhverfis- og samgöngunefnd. Mánudaginn 1. júní barst SSNV tölvupóstur frá
nefndarsviði Alþingis þar sem boðað var til fundar með nefndinni þriðjudaginn 2. júní
kl. 10:00. Framkvæmdastjóri SSNV kom stutt inn á fundinn í gegnum síma þar sem hann
lagði ríka áherslu á að fulltrúar Norðurlands vestra fengju áheyrn nefndarinnar sem
fyrst. Jafnframt var greint frá því að SSNV myndi senda nefndinni minnisblað með
ábendingu og áherslum svæðisins, eins fljótt og auðið er þar sem ekki gafst svigrúm til
þess fyrir boðaðan fund.
Áður en lengra er haldið er rétt að líta á áætlunina eins og hún kemur okkur fyrir sjónir
er varðar starfssvæði SSNV.

  2015 2016 2017 2018
Framlög ríkisins ma. króna 21.667 23.853 24.580 25.329

 

 

1.2 Stofn- og tengivegir – samtals um 25 ma.kr. á 4 árum.
Norðurland vestra?
Bls. 7 - Norðursvæði - engin framkvæmd á Norðurlandi vestra
Bls. 8 – Sameiginlegt og óskipt (ca. 1.500millj. á ári) – engar upplýsingar um innihald.
(Vinsamlega athugið að ekki ein króna er merkt Norðurlandi vestra hvað stofn- og
tengivegi varðar)
1.3. Hafnarframkvæmdir og sjóvarnir
Hafnarframkvæmdir                                                                    2015          2016          2017          2018
Bls. 10 – Skagaströnd (Endurbygging Ásgarðs)                                             2,6         108,8            94,5                                                                                                            - Sauðárkrókur (Varnargarður við smábátahöfn)                      10,2

Sjóvarnir 2015-2018
Bls. 14 – Skagaströnd (norðan við Réttarholt)                                                                 11,2                                                                                                                              - Skagabyggð (Víkur, Kálfshamarsvík)                                                            14,4                                                                                                                                                 - Skagafjörður (Reykir, Hraun)                                                                           8,5

Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
Bls. 20 – Sauðárkrókur                                                                                        3                 3                                                                                                                                 - Blönduós                                                                                                            5

Þegar áætlunin er skoðuð þá kemur í ljós að 261,2 m.kr. eru merktar Norðurlandi
vestra, heildar fjármagið á þessum tíma er um 95,4 ma.kr. 0,27% af þessum fjármunum
er settur í innviðaverkefni á starfssvæði SSNV. Innviði sem flestir geti verið sammála
um að skipta sköpum í þróun mannlífs og atvinnustarfsemi. Yfirferð yfir áætlunina
veldur, svo vægt sé til orða tekið, miklum vonbrigðum. Vissulega er það svo að allir
hafa skilning á því að ekki sé hægt að fara í öll verkefni sem um ræðir, enda listinn
langur. Á hinn bóginn er erfitt að skilja hvers vegna einn landshluti er einfaldlega
skilinn eftir er varðar stofn- og tengivegi á tímabili áætlunarinnar. Það er okkar von að
Umhverfis- og samgöngunefndarmenn hafi skilning á því að vart sé hægt að una slíkri
niðurstöðu.

Á Ársþingi SSNV 2014., sem haldið var á Hvammstanga 16.-17. október 2014, var lögð
rík áhersla á að unnið verði áfram að uppbyggingu vega á Norðurlandi vestra og þingið
mótmældi harðlega því fálæti sem landshlutanum hefur verið sýnt þegar kemur að
nýframkvæmdum í Samgönguáætlun 2011-2022. Leggja þarf áherslu á að hlutur
Norðurlands vestra verði réttur í þeirri vinnu sem nú er að hefjast við endurskoðun
Samgönguáætlunar.

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafa lagt á það áherslu að byggja upp
greiðari samgöngur innansvæðis, m.a. með viðhaldi núverandi vegakerfis og stækkun
atvinnu- og skólasóknarsvæða að leiðarljósi.

Aukin umferð ferðafólks kallar víða á úrbætur á héraðsvegum af öryggissjónarmiðum
og nauðsynlegt er að leggja héraðs- og tengivegi bundnu slitlagi. Þar með er ekki sagt
að í öllum tilvikum þurfi að vera um að ræða tvíbreiða vegi. Þingið beinir því til
innanríkisráðherra að eftirfarandi framkvæmdir á Norðurlandi vestra verði settar á
samgönguáætlun:

  • Þverárfjallsvegur: Endurbygging Skagastrandarvegar frá þjóðvegi 1 að Höskuldsstöðum.
  • Héraðs- og tengivegir: Afar brýnt er að stórbæta viðhald héraðs- og tengivega í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og að þeir verði lagðir bundnu slitlagi. Ekki er ásættanlegt að hagsmunir íbúa á Norðurlandi vestra verði áfram fyrir borð bornir þegar kemur að úthlutun fjármuna til viðhalds og nýframkvæmda héraðs- og tengivega. Þingið krefst þess að fjármunir til héraðs- og tengivega á starfssvæði SSNV verði stórauknir frá núgildandi Samgönguáætlun, jafnframt verði úthlutað í nýrri áætlun fjármunum til að halda megi áfram nauðsynlegri uppbyggingu og viðhaldi. Eftirfarandi framkvæmdir eru áherslur ársþingsins:
  • Vatnsnesvegur 711
  • Miðfjarðarvegur 704
  • Þingeyravegur 721
  • Svínvetningabraut 731
  • Skagavegur 745
  • Skagafjarðarvegur 752
  • Reykjastrandarvegur 744
  • Tindastólsvegur 746
  • Hegranesvegur 764

 

  • Þjóðvegur 1: Áfram verði unnið að viðhaldi og breikkun þjóðvegar 1 á starfssvæði SSNV.
  • Vegstæði um Holtavörðuheiði: Nú þegar verði hafnar athuganir á lækkun vegstæðis þjóðvegar 1 um Holtavörðuheiði og sú framkvæmd sett á Samgönguáætlun.
  • Kjalvegur: Sívaxandi umferð um Kjalveg krefst mun meira viðhalds og þjónustu en verið hefur. Þingið skorar á samgönguyfirvöld að bæta hér úr.
  • Jafnframt skorar þingið á innanríkisráðherra að tryggja áætlunarflug til Sauðárkróks og minnir á að óviðunandi er að Norðurland vestra verði eini landshlutinn, sem ekki liggur að höfuðborgarsvæðinu, sem ekki nýtur þjónustu innanlandsflugs. Þingið skorar á innanríkisráðherra að láta kanna kosti þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll og Akureyrarflugvöll.

Eins og fram kemur að framan, eru aðilar meðvitaðir um að ekki sé hægt að uppfylla
allar óskir um framkvæmdir á starfssvæði SSNV sem og í öðrum landshlutum. Í ljósi
þessa þá leggja forsvarmenn SSNV áherslu á að eftirfarandi verkefni fari inn á
samgönguáætlun. Þau eru;

1. Þverárfjallsvegur: Endurbygging Skagastrandarvegar frá þjóðvegi 1 að
Höskuldsstöðum. Ástæður eru sem hér segir.
a. Endurbygging þessa vegarkafla er sameiginlegt áherslumál sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra sem hafa bent á að umferðaþungi um veginn hefur
margfaldast með auknum umferðaþunga um Þverárfjall.
b. Mikil umferð stórra og þungra flutningabíla er hluti af þeirri aukningu.
c. Aukin umferðarþungi er skýr vísbending um hagkvæmni þessarar leiðar en með
henni dregur úr álagi á Norðurlandsveg um Langadal og Vatnsskarð.
d. Þessi hluti Skagastrandarvegar er orðinn mjög lélegur og þolir ekki þá auknu
umferð sem á honum er. Hann stenst heldur engan veginn þær hönnunarkröfur
sem Vegagerðin gerir til slíkra samgöngumannvirkja þar sem hann er of mjór
og á honum nokkrar hættulegar beygjur og blindhæðir.
e. Vegarkaflinn er talinn einn af hættulegri vegaköflum landsins.

2. Héraðs- og tengivegir. Rík áhersla er lögð á að fjármunum verði veitt í að bæta viðhald
og eftir atvikum lagt bundið slitlag á þá sem fjölfarnir eru. Í þessu samhengi ber að
benda sérstaklega á þrjá vegkafla þ.e. Vatnsneshringinn í Húnaþingi vestra sem er
orðin mjög umferðarþungur, Hegranesveg (764) í Skagafirði og skv. talningu bíla á
Reykjastrandarvegi í fyrrasumar, er þar orðin gríðarleg þörf á endurbótum. Hafa ber í
huga að ferðamönnum fer ört fjölgandi á umræddum leiðum. Að lokum skal bent á að
hringvegur 1 í gegnum Blönduós þarfnast viðhalds.

4. Beiðni um styrk vegna landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið var á Blönduósi
Erindinu er hafnað.

5. Fundargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.
Lagt fram til kynningar, sjá nánar á meðfylgjandi slóð.
http://www.stjornarrad.is/sl/styrinet-stjornarradsins/fundargerdir/

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 14:30. Adolf H. Berndsen (sign.) Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.) Valgarður Hilmarsson (sign.) Sigríður Svavarsdóttir (sign.) Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Hér er hægt að nálgast fundargerð á PDF.