Fundargerð stjórnar 25.08.2015

Ár 2015, Þriðjudaginn 25 ágúst kom stjórn SSNV saman til fundar á skrifstofu SSNV á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ráðning framkvæmdastjóra
Stjórn samþykkir að auglýsa starf framkvæmdastjóra SSNV laust til umsóknar.
Jafnframt er formanni falið að ræða við ráðningastofu um framgang málsins samkvæmt
umræðu á fundinum.

2. Ársþing SSNV
Farið yfir undirbúning ársþings SSNV sem haldið verður á Blönduósi 16. október 2015.

3. Önnur mál
Stjórn þakkar framkvæmdastjóra fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum
vettvangi.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 14:35.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Hér er hægt að nálgast fundargerð á PDF.