Fundargerð stjórnar 21. ágúst 2018

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi. 

 

Fundargerð  35. fundar stjórnar SSNV 21. ágúst 2018.

 

Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Elín Jóna Rósinberg, Þorleifur Ingvarsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

  1. Fundargerð 33. fundar stjórnar SSNV dags. 10. júlí 2018.
  2. Fundargerð 34. fundar stjórnar SSNV dags. 15. ágúst 2018.
  3. Persónuverndarstefna SSNV.
  4. 6 mánaða uppgjör.
  5. Boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  6. Undirbúningur aukaársþings þann 22. ágúst 2018.
  7. Sóknaráætlun og störf samráðsvettvangs.
  8. Smávirkjanir á Norðurlandi vestra.
  9. Skýrsla Ferðamálastofu – Ferðaþjónustan í tölum.
  10. Styrkbeiðni frá skíðadeild Tindastóls.
  11. Fundargerðir:
    1. Stjórn SASS, dags. 26. júní 2018.
    2. Stjórn SSS, dags. 8. ágúst 2018.
    3. Stjórn Vestfjarðastofu, dags. 26. júní 2018.
    4. Stjórn SSH, dags. 13. ágúst 2018.
  12. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  13. Önnur mál.

 

 

Afgreiðsla:

 

1.      Fundargerð 33. fundar stjórnar SSNV dags. 10. júlí 2018

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Fundargerð 34. fundar stjórnar SSNV dags. 15. ágúst 2018

Fundargerðin samþykkt.

 

3.      6 mánaða uppgjör

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur samtakanna fyrstu 6 mánuði ársins. Grunn rekstur samtakanna er í jafnvægi og í samræmi við áætlun að mestu. Vinnsla áhersluverkefna og greiðslur styrkja hafa þó gengið hægar en reiknað var með.

 

4.      Persónuverndarstefna SSNV

Lögð fram persónuverndarstefna SSNV sem unnin er í samráði við PACTA, lögmenn.

Stjórn samþykkir persónuverndarstefnuna og undirritar því til staðfestingar. Framkvæmdastjóri upplýsti um stöðu vinnu við vinnsluskrá fyrir samtökin en ekki er hægt að ljúka henni fyrr en liggja fyrir upplýsingar um ábyrgð á umsóknargátt Uppbyggingarsjóðs. Vinnsluskráin verður lögð fyrir um leið og þær upplýsingar liggja fyrir.

 

5.      Boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram boð Sambands íslenskra sveitarfélaga á XXXII. landsþing sambandsins. Á þinginu verður m.a. kosin stjórn til næstu 4 ára. Stjórn SSNV leggur ríka áherslu á að í stjórn Sambandsins verði fulltrúi af Norðurlandi vestra enda átti landshlutinn ekki fulltrúa í stjórn á síðasta kjörtímabili. Er þess óskað að uppstillingarnefnd hafi framangreint í huga við val á aðilum til uppstillingar vegna framboðs til stjórnar.

Einnig fagnar stjórn því að hluti þingsins verði sýndur beint á vef sambandsins eins og fram kemur í fundarboði.

 

6.      Undirbúningur aukaársþings þann 22. ágúst 2018

Farið yfir undirbúning aukaársþings sem haldið verður á Mælifelli á Sauðárkróki 22. ágúst kl. 13. Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi, kom inn á fundinn undir þessum lið í gegnum síma.

 

7.      Sóknaráætlun

Ingibergur Guðmundsson verkefnisstjóri Sóknaráætlunar mætti til fundar undir þessum lið og fór yfir minnisblað um störf samráðsvettvangs á þessu ári og í framhaldinu.

Stjórn samþykkir að samráðsvettvangur verði óbreyttur frá því árið 2017 og felur framkvæmdastjóra að boða til fundar hans í lok september. Á þeim fundi verði til umræðu árangur sóknaráætlunar það sem af er og kallað eftir hugmyndum um hvernig hægt er gera vinnu við framkvæmd sóknaráætlunar enn markvissari og gagnlegri fyrir landshlutann. Einnig verði Byggðaáætlun 2018-2024 kynnt fyrir samráðsvettvangnum.

 

8.      Smávirkjanir á Norðurlandi vestra

Farið yfir skýrslu Mannvits sem unnin var fyrir samtökin á möguleikum á smávirkjunum á Norðurlandi vestra. Skýrslan er liður í áhersluverkefni 2017.

Stjórn lýsir ánægju sinni með framgang verkefnisins og vill vekja athygli á opnum kynningarfundi á efni hennar sem haldinn verður 30. ágúst kl. 14-16 í fundarsal Samstöðu á Blönduósi.

 

9.      Styrkbeiðni frá skíðadeild Tindastóls

Lagt fram bréf frá Viggó Jónssyni fyrir hönd skíðadeildar Tindastóls með styrkbeiðni vegna framkvæmda við uppsetningu á nýrri skíðalyftu. Í bréfinu kemur fram að kostnaður við uppsetningu lyftunnar hljóðar upp á kr. 11.855.463.-

 

Stjórn samþykkir stuðning við verkefnið fyrir sitt leyti upp á kr. 10 millj. með fyrirvara um samþykki haustþings.

 

10.  Skýrsla Ferðamálastofu – Ferðaþjónustan í tölum

Lögð fram til kynningar nýútkomin skýrsla Ferðamálastofu – Ferðaþjónustan í tölum.

 

11.  Fundargerðir

Lagðar fram til kynningar:

Stjórn SASS, dags. 26. júní 2018

Stjórn SSS, dags. 8. ágúst 2018

Stjórn Vestfjarðastofu, dags. 26. júní 2018

Stjórn SSH, dags. 13. ágúst 2018

 

12.  Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín frá síðasta fundi. Flutt munnlega á fundinum.

 

13.  Önnur mál

  1. Sameiginleg mannauðsstefna landshlutasamtakanna.

Áður á dagskrá á 33. fundi stjórnar þann 10. júlí 2018.

 

Stjórn samþykkir mannauðsstefnuna.

 

  1. Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar

 

Á síðasta ári tók SSNV þátt í íbúakönnun sem unnin var af SSV. Verkefnið var áhersluverkefni á árinu 2017. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í byrjun sumars. Vífill Karlsson mun kynna helstu niðurstöður könnunarinnar á fundum með sveitarstjórnum á starfssvæðinu þann 19. september. Verða fundir haldnir sem hér segir:      

                       kl. 10:00 – Húnaþing vestra

                       kl. 12:00 – A-Hún

                       kl. 15:00 – Skagafjörður

 

  1. Samgöngumál

 

Rætt um samgöngumál og mikilvægi þess að áhersluþættir landshlutans komi fram í nýrri samgönguáætlun.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30.

 

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

 

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

 

Elín Jóna Rósinberg (sign.)

 

Valgarður Hilmarsson (sign.)

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)