Fundargerð stjórnar 15.09.2015

Ár 2015. Þriðjudaginn 15. september kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn undir fyrsta lið: Magnús B. Jónsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Bjarki Tryggvason.

Dagskrá:

1. Tillögur starfshóps um endurskoðun á lögum og þingsköpum SSNV Á ársþingi SSNV 2014 var eftirfarandi tillaga samþykkt:
„22. ársþing SSNV, haldið á Hvammstanga 16. -17. október 2014, samþykkir að skipa starfshóp til að yfirfara samþykktir samtakanna, m.a. með hliðsjón af núgildandi sveitarstjórnarlögum. Skipaðir verði þrír fulltrúar, einn fulltrúi úr hverri sýslu, sem vinni með stjórn samtakanna að endurskoðun samþykkta. Starfshópurinn skili af sér fyrir ársþing samtakanna árið 2015.“

Í starfshópinn voru skipuð þau; Magnús B. Jónsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Bjarki Tryggvason. Magnús B. Jónsson fór yfir breytingatillögur starfshópsins. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar. Að því loknu var nefndinni falið að yfirfara tillögurnar fyrir næstu mánaðamót, með hliðsjón af umræðunni á fundinum, svo hægt sé að senda breytingatillögurnar út með öðrum þinggögnum 2. okt. nk.

2. Önnur mál

a) Lagðir fram minnispunktar um almenningssamgöngur eftir fund Adolfs, Valgarðs, Unnar og Ingibergs með Páli Brynjarssyni framkvæmdastjóra SSV.

b) Gengið frá tilhögun þingmannafundar 29. sept. á Blönduósi með stjórn SSNV og sveitarstjórnum á svæðinu.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:00.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Sólveig Olga Sigurðardóttir (sign.)

Ingibergur Guðmundsson (sign.)

Hér má nálgast fundargerð á PDF.