Fundargerð stjórnar 12.01.2016

Hér má nálgast pdf útgáfu af fundargerðinni

 

Árið 2016, þriðjudaginn 12. janúar kom stjórn SSNV saman til fundar kl. 09:30 í fundarsal Farskólans á Sauðárkróki.

Mætt eru til fundar: Adolf H. Berndsen, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

1.            Fundargerð stjórnar SSNV 15.10.2015  

2.            Prókúra – tilkynning til fyrirtækjaskrár RSK

3.            Almenningssamgöngur              

a)            Vsk. af aðkeyptum akstri.          

b)           Samningar við verktaka - Samningar við strætó.              

c)            Hugmyndir að stofnun félags um rekstur almenningssamgangna vegna leiðar 57 og tengdra leiða.

4.            Sóknaráætlun – Uppbyggingarsjóður

a)            Hækkun framlaga – tölvupóstur.

b)           Úthlutunar- og verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs.

c)            Fundargerð Úthlutunarnefndar.             

d)           Ákvörðun um fjárhæð úthlutunar 2016.              

5.            Áhersluverkefni 2015

6.            Fjárlög 2015      

7.            Málefni SFNV  

a)            Skuldbindingar vegna málefna fatlaðra

8.            Markaðsátak 2016

9.            Önnur mál         

a)            Þingmál -  umsögn um 263 mál.

b)           Þingmál á döfinni – til kynningar

c)            Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga og Stýrihóps Stjórnarráðsins

d)           Samþykktir ársþings - staða

 

Afgreiðslur:

1.          Fundargerð stjórnar SSNV 15.10.2015

Stjórn SSNV samþykkti fundargerðina.

2.          Prókúra – tilkynning til fyrirtækjaskrár RSK

Stjórn SSNV samþykkir að veita framkvæmdastjóra SSNV Birni Líndal Traustasyni kt. 240562-3249, prókúru samtakanna.

3.         Almenningssamgöngur 

a)         Vsk. af aðkeyptum akstri.

            Gögn lögð fram til kynningar.

b)        Samningar við verktaka - Samningar við strætó.

            Gögn lögð fram til kynningar.          

c)         Hugmyndir að stofnun félags um rekstur almenningssamgangna vegna leiðar 57 og tengdra leiða.

            Gögn lögð fram til kynningar

4.          Sóknaráætlun – Uppbyggingarsjóður

a)         Hækkun framlaga – tölvupóstur

Gögn lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóra falið að skoða þær breytingar sem gerðar hafa verið á skiptingu fjármuna milli landshluta og upplýsa stjórn um þær.

b)        Úthlutunar- og verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs

            Stjórn samþykkir framlagðar úthlutunar- og verklagsreglur fyrir árið 2016.

c)         Fundargerð Úthlutunarnefndar

            Fundargerð Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs lögð fram til kynningar.

d)        Ákvörðun um fjárhæð úthlutunar 2016

Tekjur málaflokksins eru samkv. fjárhagsáætlun um 73,3 millj. Stjórn samþykkir að fjárhæð til úthlutunar á árinu 2016 verði 70.000.000 kr. og       skiptist hún þannig: 30 milljónum (41%) verði úthlutað til menningarmála, 30 milljónum (41%) til atvinnu- og nýsköpunar og 10 milljónum (13,5%) verði varið í áhersluverkefni. Þær 3,3 millj. (4,5%) sem eftir standa verði nýttar til rekstrar málaflokksins. Ef framlag ríkisins verður hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun verður það nýtt í sömu hlutföllum og til sömu málaflokka og  hér er ákveðið.

5.          Áhersluverkefni 2015

Samþykkt var á stjórnarfundi þann 30.09.2015 að senda fyrirliggjandi tillögu til staðfestingar hjá stýrihópi stjórnarráðsins og var tillagan samþykkt af stýrihópnum þann 7. október 2015. Framkvæmdastjóri hefur leitað samstarfs við nokkra aðila um framkvæmd verkefnisins. Ekki er endanlega ákveðið hvernig verkefnið verður útfært.

Framkvæmdastjóra falið að vinna það áfram.

6.          Fjárlög 2015

Farið yfir ákvarðanir/fjárveitingar sem samþykktar voru sérstaklega vegna tillagna Norðvesturnefndarinnar og stjórnar SSNV. Framkvæmdastjóri mun kalla eftir að  framlag til atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Nv. og framlag vegna stóriðju við Hafursstaði verði greitt til SSNV.

7.          Málefni SFNV   

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir mögulegum skuldbindingum SSNV vegna málaflokksins. Stjórn SSNV samþykkir að greiða til aðildarsveitarfélaga þá fjármuni sem eftir stóðu þegar rekstri málaflokksins var hætt í árslok 2013, samkvæmt útreikningi á minnisblaði Kristjáns Jónassonar endurskoðanda SSNV dags.9. janúar 2016. Endurskoðandi SSNV hefur lagt fram það álit með ofangreindu minnisblaði að ekki séu til staðar lífeyrisskuldbindingar á SSNV eða SFNV vegna málaflokksins. Stjórn SSNV lítur svo á að Rætur bs. beri ábyrgð á öllum skuldbindingum vegna málefna fatlaðra eftir 31.12.2013, þar með talið ráðningarsamband starfsmanns sem sinnti málaflokknum fyrir SSNV/SSNV en síðar Rætur bs.

8.          Markaðsátak 2016

Í fjárhagsáætlun SSNV fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir allt að 25 millj. kr. framlagi til markaðsátaks fyrir Norðurland vestra. Stjórn SSNV samþykkir að efna til hugarflugsfundar um hvernig best verði staðið að verkefninu. Gert er ráð fyrir að stjórn SSNV, starfsmenn SSNV og einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi taki þátt í fundinum.

9.          Önnur mál          

a)         Þingmál -  umsögn um 263 mál.

            Eftirfaradi  umsögn samþykkt:

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV)  mótmæla þeim hugmyndum sem koma  fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. SSNV vekur athygli á að meðalútsvar á landinu árið 2014 var kr. 417.035,- á íbúa. Meðalútsvarstekjur sveitarfélaga á starfssvæði SSNV (Húnavatnssýslur og Skagafjörður)  námu á sama tíma kr. 383.332,- á íbúa. Mismunurinn er kr. 33.703,-.

Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að  sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.

b)        Þingmál á döfinni

            Vísað til heimasíðu Alþingis. Gögn lögð fram til kynningar.

c)         Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga og Stýrihóps Stjórnarráðsins

Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga dags: 31.10.2015, 20.11.2015, 30.11.2015 og 11.12.2015 lagðar fram til kynningar. Einnig fundargerðir Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál dags: 7.10. 2015 og 11.11. 2015

d)        Samþykktir ársþings – staða

Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um útsendingar samþykkta ársþings SSNV 2015. Framkvæmdastjóra falið að taka saman þau verkefni sem ársþingið fól stjórn.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl 12:00

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Björn Líndal Traustason (sign.)