Fundargerð stjórnar 08.09.2015

Ár 2015. Þriðjudaginn 8. september kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Málefni framkvæmdastjóra Bergur E. Ágústsson lét af störfum framkvæmdastjóra SSNV 1. sept. sl. Samið var við Strá starfsráðningar ehf. um að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og er umsóknarfrestur til og með 21. sept. nk. Samþykkt að Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson, starfsmenn SSNV, sinni daglegri stjórnun samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri kemur til starfa.

2. Ársreikningar SSNV, SSNV atvinnuþróunar, SSNV málefni fatlaðra og
Menningarráðs Norðurlands vestra f. árið 2014 Kristján Jónasson, KPMG, mætti á fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir reikninga SSNV, SSNV atvinnuþróunar, SSNV málefni fatlaðra, Vaxtarsamnings Norðurlands vestra og Menningarráðs Norðurlands vestra og svaraði þeim fyrirspurnum er fram komu. Í framhaldi af því var óskað eftir ítarlegri skýringum frá Kristjáni á ákveðnum liðum í reikningunum. Þegar þær skýringar hafa borist mun stjórnin undirrita reikningana.

3. Ársþing SSNV 16. október á Blönduósi Farið var yfir undirbúning 23. ársþings SSNV sem haldið verður á Blönduósi 16. okt. nk. Fundarboð verður sent út 15. sept. nk. og gögn munu berast þingfulltrúum 1. okt.

4. Ársskýrsla SSNV 2014 Farið var yfir þá þætti sem þurfa að vera í ársskýrslunni. Stefnt er að því að skýrslan verði tilbúin 9. okt.

5. Sóknaráætlun Norðurlands vestra Stýrihópur stjórnarráðsins hefur boðað til fundar 30. sept. nk. á Hvammstanga. Þar verður rætt um hvernig til hefur tekist með framgang sóknaráætlunarinnar síðustu ár. Farið var yfir hver staðan er á verkefnum sóknaráætlunar fyrir árið 2014 og rætt um mótun áhersluverkefnis fyrir árið 2015. Samþykkt að þrír fulltrúar Samráðshópsins, sem kom að mótun Sóknaráætlunar 2015, séu fengir til að vinna að mótun áhersluverkefnis fyrir þetta ár, ásamt með starfsmönnum SSNV og fulltrúum stjórnar SSNV og að sömu aðilar mæti á fundinn 30. sept. Eftirtaldir fulltrúar úr Samráðshópnum voru tilnefndir: Reimar Marteinsson, Sigrún Hauksdóttir og Gunnsteinn Björnsson. Til vara: Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson og Sólborg Una Pálsdóttir.

6. Menningarráð Norðurlands vestra Samþykkt að leggja til við 23. ársþing SSNV að Menningarráð Norðurlands vestra verði lagt niður frá og með næstu áramótum og bókhaldi þess verði lokað frá sama tíma. Þeir fjármunir sem hugsanlega verða eftir í sjóði menningarráðs gangi til menningarmála í Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra 2015-2019. Stjórn SSNV leggur áherslu á að núgildandi stefna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í menningarmálum er áfram í fullu gildi.

7. Heimasíða SSNV Kynnt fyrstu drög að útliti á nýrri heimasíðu SSNV. Vinna við efnisöflun og endurskoðun efnis er í fullum gangi. Stefnt er að opnun síðunnar á ársþingi SSNV, 16. okt. nk.

8. Skipan fulltrúa í Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra Tekið fyrir bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu SSNV í Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra. Samþykkt að tilnefna Leó Örn Þorleifsson og Dagnýju R. Úlfarsdóttur.

9. Bréf ferðamálastofu Tekið fyrir bréf frá Ferðamálastofu þar sem fjallað er um breytt fyrirkomulag við samningsgerð hvað varðar svæðisbundið samstarf á sviði ferðamála. Um er að ræða tillögur um sameiningu styrkveitinga til markaðsstofa, upplýsingamiðstöðva landshlutanna og ferðamálasamtakanna. Fyrir fundinum lá einnig álit fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra. Í ljósi þess að „Ný stefna og framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Íslandi“ er væntanleg innan skamms telur stjórnin rétt að beðið sé með allar breytingar á því fyrirkomulagi sem nú er. Þá telur stjórnin að samráðsvettvangur sóknaráætlunar sé ekki heppilegur vettvangur fyrir úthlutun styrkja til ferðamála.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:15.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Sólveig Olga Sigurðardóttir (sign.)

Ingibergur Guðmundsson (sign.)

Hér má nálgast fundargerðina á PDF.