Fundargerð stjórnar 02.02.2016

 Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

Fundargerð

 2. Ár 2016.

Þriðjudaginn 02. febrúar kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum. 

Dagskrá:

 1. Fundargerð stjórnar SSNV, 12. janúar 2016
 2. Verkefni stjórar eftir ársþing SSNV 15.10.2015
 3. Erindi frá Fagráði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra
 4. Almenningssamgöngur
  1. Færsla verkefnisins í ehf.
  2. Gjaldskrár
 5. Ísland ljóstengt
 6. Póstþjónusta á Norðurlandi vestra
 7. Fundargerðir

          Fundargerðir SSA (samband sveitarfélaga á Austurlandi)

                         3. fundur stjórnar 15. desember 2015

                         4. fundur stjórnar 12. janúar 2015 

      8. Beiðnir um umsagnir frá nefndarsviði Alþingis

      9. Önnur mál 

Afgreiðsla mála: 

 1. Fundargerð stjórnarfundar

          Fundargerðir stjórnar SSNV frá 12. janúar 2016 staðfest. 

 1. Verkefni sem stjórn voru falin á ársþingi þann 15.10.2015

          Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir þau verkefni sem stjórn voru falin á ársþingi 15.10.2015, m.a. að skoða kosti þess að stofna fulltrúaráð.

          Stjórn felur framkvæmdastjóra að taka saman upplýsingar úr samþykktum annarra landshlutasamtaka og leggja fyrir stjórn.

      3.  Erindi frá Fagráði ferðaþjónustunnar

           Fyrir fundinum lá bréf frá Fagráði ferðaþjónustunnar þar sem óskað er eftir að samningur aðila dags. 10.apríl 2014, verði framlengdur um 2 ár.

           Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við Fagráð ferðaþjónustunnar. 

 1. Almenningssamgöngur

                       Færsla verkefnisins í ehf.

                       Gjaldskrár

            Gögn lögð fram til kynningar. 

 1. Ísland ljóstengt 2015

          Gögn lögð fram til kynningar.

          Samþykkt að framkvæmdastjóri komi upplýsingum um verkefnið til allra sveitarstjórna á starfssvæði SSNV.  

 1. Póstþjónusta á Norðurlandi vestra

          Fyrir liggur að Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum á pósti til 1000  heimila/fyrirtækjum á starfssvæði SSNV.

          Stjórn SSNV mótmælir harðlega þessari skerðingu á opinberri lögbundinni þjónustu við íbúa á Norðurlandi vestra og felur  framkvæmdastjóra að koma þeim mótmælum til Póst- og fjarskiptastofnunar, Íslandspósts, innanríkisráðherra og þingmanna. 

Ályktun stjórnar er svohljóðandi: 

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmælir harðlega ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV. Einnig mótmælir stjórn SSNV ákvörðun Íslandspósts þess efnis að draga úr þjónustu við íbúa Norðurlands vestra. Ákvarðanir ofangreindra aðila gera það að verkum að enn er vegið að þeirri grunþjónustu sem sjálfslögð og eðlileg þykir víðast hvar. Vert er að geta þess að þjónustuskerðingin tekur til um eða eitt þúsund (um 1/3 hluta) heimila/fyrirtækja á Norðurlandi vestra.

Ofangreind þjónustuskerðing byggir á lögum nr. 19/2002 og reglugerð um framkvæmd laganna nr. 868/2015, og að mestu á 2. málsgrein 10. gr. reglugerðarinnar.

2. mgr. 10 gr. hljóðar svo:

     Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við sams konar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag. Rekstrarleyfishafi skal senda Póst- og fjarskiptastofnun tilkynningu þessa efnis með rökstuddri greinargerð um kostnað. Stofnunin skal yfirfara og staðreyna  útreikninga rekstrarleyfishafa og eftir atvikum hafna eða samþykkja umsókn, innan þriggja mánaða.

Stjórn SSNV efast um lögmæti ofangreinds ákvæðis reglugerðarinnar og ákvarðanna ofangreindra aðila og minnir á að samkvæmt 21. gr. laga nr. 19/2001 skal Póst- og fjarskiptastofnun tryggja að alls staðar á landinu sé alla virka daga borinn út póstur sem fellur undir skilgreiningu á alþjónustu nema kringumstæður og landfræðilegar aðstæður hindri slíkt. 

Í greinargerð með frumvarpi að ofangreindum lögum segir um 21. gr.:

     Hér er fært í lög að póstsendingar innan marka alþjónustu skulu bornar út alla virka daga alls staðar á landinu nema  kringumstæður eða landfræðilegar aðstæður komi í veg fyrir útburð. Slíkar kringumstæður geta verið ófærð og óveður eða sérstakar landfræðilegar aðstæður. Póst- og fjarskiptastofnun gerði árið 1999 könnun á möguleikum þess að koma á útburði      pósts hvern virkan dag alls staðar á landinu. Kostnaður á ári var þá áætlaður tæplega 100 millj. kr. umfram þáverandi kostnað við útburð pósts. Með því að fella útburð pósts á virkum dögum undir alþjónustukvaðir verður að gera ráð fyrir að  almenn gjaldskrá rekstrarleyfishafa sem veitir alþjónustu verði að hækka samsvarandi.

Hvergi í lögum nr. 19/2002 er gefin heimild fyrir afslætti á þessum skyldum öðrum en þeim sem fram koma í 21. gr. þ.e. að einungis „kringumstæður eða sérstakar landfræðilegar aðstæður“ komi í veg fyrir að póstdreifing eigi sér stað alla virka daga. Heimild til skerðingar póstdreifingar á fjárhagslegum forsendum er ekki til staðar og í lögskýringargögnum kemur fram að ætlunin hafi eimnitt verið að gjaldskrá þjónustuaðila yrði að taka mið af þessum skyldum og því verður engnveginn séð að 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar hafi stoð í lögunum. Það er og viðurkennd staðreynd að aðgerðir/ákvarðanir stjórnvalda, m.a. reglugerðir, sem eru íþyngjandi fyrir þegnana verði að hafa skýra og afdráttarlausa lagaheimild, en svo er alls ekki í þessu tilfelli. Auk þessara ofangreindu atriða er það að mati stjórnar SSNV algerlega óásættanlegt að skerða eigi opinbera þjónustu sem þessa við 1/3 hluta íbúa á Norðurlandi vestra og skerða með því samkeppnishæfni svæðisins enn frekar.

Í ljósi ofangreinds mótmælir stjórn SSNV harðlega ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar og Íslandspósts og krefst þess að fyrrgreindar stofnanir draga ákvarðanir sínar til baka. 

 1. Fundargerðir landshlutasamtaka

      Fundargerðir SSA (samband sveitarfélaga á Austurlandi)

                  3. fundur stjórnar 15. desember 2015

                  4. fundur stjórnar 12. janúar 2015

      Lagt fram til kynningar. 

 1. Beiðnir um umsagnir frá nefndarsviði Alþingis

a.         Frá Atvinnuveganefnd Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um stefnu um nýfjárfestingar, 372. mál.

b.         Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

c.         Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna  (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

d.         Frá Atvinnuveganefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting,  veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi), 457. mál.

     Lagt fram til kynningar. 

 1. Önnur mál

          a.  Sóknaráætlun landshluta.

          Framkvæmdstjóra falið að undirbúa fund samstarfsvettvangs um framkvæmd sóknaráætlunar á Norðurlands vestra og er  það í samræmi við 4. gr. gildandi samnings um sóknaráætlun Norðurlands vestra. 

           b.  Fundur með þingmönnum kjördæmisins

          Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins þar sem staða landshlutans yrði rædd.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:20.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)