Fundargerð 95. fundar stjórnar SSNV, 6. júní 2023.

PDF útgáfa hér

Þriðjudaginn 6. júní 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 10.00. Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 Dagskrá:

 1. 3ja mánaða uppgjör SSNV.
 2. Ársreikningur Markaðsstofu Norðurlands.
 3. Minnisblað SSNV til Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins.
 4. Minnisblað v/ skipulags C1 verkefnisins: Verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum.
 5. Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki – til umfjöllunar.
 6. Bókun vegna Reykjavíkurflugvallar.
 7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
 8. Skýrsla framkvæmdastjóra.

 Afgreiðslur

 1. 3ja mánaða uppgjör SSNV. Matthías Rúnarsson starfsmaður SSNV kom til fundar og lagði fram 3ja mánaða uppgjör SSNV. Rekstur er almennt skv. áætlun. Sjá fylgiskjal.
 2. Ársreikningur Markaðsstofu Norðurlands. Ársreikningur lagður fram til kynningar í samræmi við samning um rekstur Áfangastaðastofu. Umræður um áfangastofu og verkefni á Norðurlandi vestra Ársreikningur MN 2022.
 3. Minnisblað SSNV til Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins. Minnisblað lagt fram til kynningar. Í bréfinu kemur fram ósk SSNV um fjárstyrk ráðuneytis til grænna verkefna fyrir Norðurland vestra, sem er jafnframt áhersluverkefni landshlutans.
 4. Minnisblað v/ skipulags C1 verkefnisins: Verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum. Minnisblað lagt fram til kynningar um skipulag verkefnisins og stöðu. Góðar umræður.
 5. Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki – til umfjöllunar. Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem muni vinna að útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki.

Bókun stjórnar SSNV:

Stjórn SSNV lýsir undrun sinni yfir því að hvorki Bændasamtök Íslands né Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins eigi fulltrúa í starfshópi samkvæmt tillögu yfirdýralæknis. Skorar stjórn SSNV á Matvælaráðherra að tryggja að fulltrúar þessara aðila verði þátttakendur í starfshópi um útrýmingu á riðuveiki.

 

6. Bókun vegna Reykjavíkurflugvallar.

 Stjórn SSNV lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði.

 

Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Fyrirhuguð uppbygging í Skerjafirði ógnar öryggi sjúkraflugs og hamlar aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Auk þess sem fyrirhuguð uppbygging heftir aðgengi almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu á landsbyggðunum að mikilvægum innviðum samfélagsins. Stjórn SSNV leggur áherslu á að unnið verði eftir þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðu skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi, s.s. að breyta deiliskipulagi og lækka byggð. Stjórn SSNV skorar á borgarstjórn að fresta byggingaráformum og virða í hvívetna samkomulag ríkis og borgar frá 2019 þar til framtíðarlausn innanlandsflugs er tryggð.

 

7 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 22. maí 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 15. maí 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 5. maí 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. maí 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 17. maí 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. apríl 2023. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 25. apríl 2023. Fundargerðin.

 8. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Flutt munnlega.

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:05.

Guðmundur Haukur Jakobsson,

Einar E. Einarsson,

Vignir Sveinsson,

Friðrik Már Sigurðsson,

Jóhanna Ey Harðardóttir,

Katrín M. Guðjónsdóttir.