Fundargerð 93. fundar stjórnar SSNV, 4. apríl 2023.

Þriðjudaginn 4. apríl 2023 kom stjórn SSNV saman til stjórnarfundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.

PDF útgáfu af fundargerð má nálgast hér

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Regína Valdimarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

  1. Græn skref á Norðurlandi vestra.
  2. Byggðagleraugu SSNV.
  3. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra.
  4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
  5. Skýrsla framkvæmdastjóra.

 

Afgreiðslur

Græn skref á Norðurlandi vestra.

Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir starfsmaður SSNV kom inn sem gestur á fund stjórnar með yfirferð á verkefninu Græn skref á Norðurlandi vestra. Verkefnið tengist beint áhersluverkefni landshlutans „forusta í loftlagsmálum“ og mun veita sveitafélögum á svæðinu dyggan stuðning. Innleiðing á Grænum skrefum mun byrja hjá SSNV og þar eftir er stefnan tekin á hvert sveitafélag fyrir sig.

Kynningu Ólafar Lovísu má finna hér

Byggðagleraugu SSNV.

Stjórn SSNV veitir ár hvert viðurkenninguna Byggðagleraugun til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlutanum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans. Viðurkenningin verður veitt á Ársþingi SSNV þann 14. apríl nk. Stjórn ræddi tillögur og sammæltist um viðtakanda á viðurkenningunni Byggðagleraugun 2023.

Kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra.

Á 86. fundi stjórnar SSNV,  þann 1. nóvember 2022 fól stjórn SSNV framkvæmdastjóra umboð til að skipuleggja kynnisferð. Síðar á 90. fundi stjórnar SSNV þann 7. febrúar 2023, var samþykkt að ferðin yrði samstarfsferð með SSV og dagsetning ferðar væri 28.08-01.09. 2023. Þá stóð val á milli þriggja áfangastaða. Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað þar sem nánari ferðatillaga liggur fyrir. Áfangastaðurinn Skotland er samþykktur af stjórn og nánari dagskrá kynnt síðar.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 27. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 6. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 8. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 8. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 15. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 1. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSA, 24. febrúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 3. mars 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. febrúar 2023. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 6. mars 2023. Fundargerðin.

 

Skýrsla framkvæmdastjóra.

Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Flutt munnlega.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:20

 

Guðmundur Haukur Jakobsson

Friðrik Már Sigurðsson

 Jóhanna Ey Harðardóttir

Vignir Sveinsson

 Katrín M. Guðjónsdóttir