Fundargerð 86. fundar stjórnar SSNV, 1. nóvember 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Hrund Pétursdóttir, Vignir Sveinsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. Svæðisáætlun úrgangs fyrir Norðurland.

2. Fræðsluferð erlendis 2023.

3. Staða ýmissa verkefna.

4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.

6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

 

 

1. Svæðisáætlun úrgangs fyrir Norðurland.

Samtal og yfirferð um drög sem nú liggja fyrir. Umræður sköpuðust um líforkuver og afurðastöðvar sem þarf að skoða mun nánar, sérstaklega útfrá kostnaði. Fundaraðir á Norðurlandi vestra eru framundan, þar gefst kostur á að koma öllum athugasemdum til skila. Fyrsti fundur er sameiginlegur og fer hann fram 3.11. Þar á eftir verða fimm fundir með sveitafélögum.

 

2. Fræðsluferð erlendis 2023.

Áætlað er að fara í fræðsluferð á vegum SSNV erlendis á vormánuðum 2023. Markmiðið er að sveitastjórnarfólk á Norðurlandi vestra kynnist nýjum leiðum í uppbyggingu byggða og samfélaga. Stjórn leggur áherslu á umhverfismál og orkuskipti. Tillaga að útfærslu er lögð í hendur framkvæmdastjóra og þær tillögur kynntar á næsta fundi.

 

3. Staða ýmissa verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir nokkur verkefni sem eru í vinnslu:

  • Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð rennur út kl. 16:00 í dag. Við gerum ráð fyrir að fá inn sterkar umsóknir í ár.
  • Stefnumótunarvinnan með sveitarfélögunum er að hefjast. Fyrstu vinnustofurnar byrja í nóvember.
  • Haustdagur ferðaþjónustunnar er haldinn í Húnaveri þann 16. nóvember. Þar verður lögð áhersla á fyrsta skref í nýrri stefnumótun í samstarfi við Hjört Smárson.
  • Target Circular og Glow fara formlega af stað í byrjun desember.

 

4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSS, 12. október 2022. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 7. október 2022. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. október 2022. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 4. október 2022. Fundargerðin.

 

5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.

Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. 231. mál. Umsagnarfrestur er til 8. nóvember 2022.

 

6. Önnur mál.

Tillaga um að Norðurland vestra standi fyrir ungmennaráðshelgi. Með það að markmiði að efla og styrkja grasrótina. Til eru góðar fyrirmyndir um sambærilega fundi. Framkvæmdastjóri skoðar nánar og kemur með tillögu að útfærslu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30