Fundargerð 77. fundar stjórnar SSNV, 10. maí 2022

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

 

Þriðjudaginn 10. maí 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 8:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

  1. 3ja mánaða uppgjör.
  2. Flugklasinn – staða í apríl 2022.
  3. Úthlutun úr lið C1 á Byggðaáætlun.
  4. Matsjá.
  5. Bréf frá Menntamálastofnun.
  6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  8. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

 

1. 3ja mánaða uppgjör. 

Lagt fram 3ja mánaða uppgjör SSNV. Rekstur er almennt skv. áætlun.

 

2. Flugklasinn. 

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans um stöðu verkefnisins.

 

3. Úthlutun úr lið C1 á byggðaáætlun.

Úthlutað hefur verið úr lið C1 á byggðaáætlun, Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. SSNV sótti um styrk til verkefnisins Efling stoðkerfis nýsköpunar á Norðurlandi vestra. Markmið verkefnisins er að setja upp fjögur skrifstofu/frumkvöðlasetur í helstu þéttbýliskjörnum á Norðurlandi vestra en búið er að koma upp einu slíku á Hvammstanga. Afar brýnt er að þessi uppbygging eigi sér stað til að styrkja samkeppnishæfi landshlutans.

 

Verkefni SSNV hlaut ekki styrk að þessu sinni.

 

Alls bárust 24 umsóknir um styrki. Umsóknarfrestur var auglýstur til 28. febrúar sl. en var framlengdur um viku, til 6. mars sl. Samanlagt var beðið um styrki að fjárhæð 816 milljónir. Átta verkefni voru styrkt um samtals 120 milljónir.

 

Fjöldi umsókna og heildarfjárhæð umbeðinna styrkja sýnir svo ekki verður um villst að þörf er á stórauknu fjármagni í þennan lið byggðaáætlunar. Stjórn SSNV skorar á innviðaráðherra að bæta þar úr hið fyrsta.

 

Jafnframt óskar stjórn SSNV eftir því að matsblað valnefndar verði eftirleiðis birt með auglýsingu um úthlutun svo skýrt verði eftir hverju umsóknir eru metnar.

 

4. Matsjá. 

Á dögunum var haldin lokahátíð Matsjárinnar, stuðningsverkefnis fyrir smá-framleiðendur matvæla, sem unnið var í samstarfi allra landshlutasamtaka og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Verkefnisstjórn var á höndum RATA. Var hátíðin haldin á Hótel Laugarbakka. Í tengslum við hátíðina var settur upp matarmarkaður þar sem þátttakendur kynntu og seldu framleiðslu sína. Verkefnið var styrkt af Matvælasjóði.

 

Stjórn SSNV vill þakka samstarfsaðilum og ekki síst þátttakendum í verkefninu fyrir gott samstarf. Verkefnið þykir einstaklega vel heppnað og gagnlegt fyrir þátttakendur.

 

5. Bréf frá Menntamálastofnun. 

Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun dags. 27. apríl 2022. Í bréfinu er fyrirspurn sem send var á stofnunina svarað, varðandi ívilnanir við endurgreiðslur námslána í kjölfar bókunar á 76. fundi stjórnar SSNV. Í bréfinu kemur fram að beiting úrræða um slíkar ívilnanir séu ekki á forræði sjóðsins og erindinu vísað til ráðuneytis háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar. Þegar hefur verið sent erindi á ráðuneytið en svar ekki borist.

 

6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 4. apríl 2022. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 20. apríl 2022. Fundargerðin.

Stjórn Vestfjarðastofu 23. febrúar 2022. Fundargerðin.

Þinggerð 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori 6. apríl 2022. Þinggerðin.

Stjórn SASS, 1. apríl 2022. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands 12. janúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands 22. febrúar 2022. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands 4. apríl 2022. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál 21. mars 2022. Fundargerðin.

 

7. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Framkvæmdastjóri fer yfir helstu verkefni. Flutt munnlega á fundinum.

 

8. Önnur mál. 

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

 Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)   Fundur með dómsmálaráðherra.

Ingibjörg Huld og Anna Margret stjórnarmenn, ásamt framkvæmdastjóra sátu fund með dómsmálaráðherra vegna fyrirhugaðra breytinga á sýslumannsembættum. Á máli ráðherra mátti merkja vilja til að efla starfsstöðvar sýslumanna á landsbyggðinni samhliða breytingunum. Stjórn SSNV fagnar þeirri áherslu og óskar eftir því að aðalskrifstofa sýslumanna, að breytingu lokinni, verði staðsett á Norðurlandi vestra.

 

           

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:38.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir